Frétt

Samningur við Landsnet og Brunavarnir á Austurlandi

21. febrúar 2013
Á myndinni má sjá Baldur Pálsson, slökkviliðsstjóra, og Sigurð Guðna Sigurðsson, deildarstjóra aflstöðvadeildar Landsvirkjunar,fyrir framan elsta slökkviliðsbíl Brunavarna á Héraði

Landsvirkjun, Landsnet, og Brunavarnir á Austurlandi hafa gert með sér samstarfssamning um fræðslu og forvarnir á sviði bruna og mengunarmála.

Landsvirkjun og Landsnet munu í kjölfarið ljá starfsstöðvar sínar á Austurlandi til æfinga sem haldnar verða að vor og hausti árið 2013. Á æfingunum munu slökkviliðsmenn fá tækifæri til að þjálfa sig við krefjandi aðstæður og jafnframt kynnast vettvangi.

Undirbúningur og skipulag æfinga er þegar kominn af stað en mikilvægi skjótra og fumlausra viðbragða að hálfu allra aðila og þjálfun þeirra til að bregðast rétt við, ef vá ber að höndum, verður seint ofmetinn.

Starfsmenn fyrirtækjanna munu taka óbeinan þátt í æfingunum og gefst því kostur á að kynnast verklagi og öðlast aukna þekkingu á brunavörnum.

Í samningnum er einnig kveðið á um aðra þætti varðandi samstarf og þjálfun og miða að því að auka hæfni aðila á þessu sviði.

Fréttasafn Prenta