Frétt

Samstarf um viðskiptaáætlun fyrir Klór-Alkali verksmiðju

7. febrúar 2014

Landsvirkjun og Genis hf. hafa gert samstarfssamning um gerð viðskiptaáætlunar fyrir Klór-Alkali verksmiðju. Genis hf er líftækni fyrirtæki með starfsemi á Siglufirði og í Reykjavík.

Þróuð verður áfram viðskiptahugmynd um byggingu og rekstur Klór-Alkali verksmiðju á Íslandi. Í því felst að gera úttekt á tæknilegum hliðum slíkrar starfsemi, möguleikum á stækkun innanlandsmarkaðar og staðsetningu slíkrar verksmiðju.

Aðkoma Landsvirkjunar að málinu tengist raforkusölu en Klór-Alkali verksmiðja flokkast undir orkufrekan iðnað. Landsvirkjun mun ekki verða fjárfestir í starfseminni ef af uppbyggingu verður.

Verkefnastjórar verða Björgvin Skúli Sigurðsson frá Landsvirkjun og Brynjólfur Bjarnason stórnarformaður Genis hf.

Þá mun Sigurður H. Markússon sérfræðingur hjá Landsvirkjun vinna að verkefninu ásamt starfsfólki Genis hf.

Fréttasafn Prenta