Frétt

Skipað í stjórn á aðalfundi

4. apríl 2019
Höfuðstöðvar Landsvirkjunar

Á aðalfundi Landsvirkjunar, sem haldinn var í dag, skipaði fjármála- og efnahagsráðherra í stjórn Landsvirkjunar samkvæmt lögum um fyrirtækið. Ekki voru gerðar breytingar á skipan stjórnar frá fyrra starfsári.

Aðalmenn í stjórn Landsvirkjunar eru: Jónas Þór Guðmundsson, Álfheiður Ingadóttir, Jón Björn Hákonarson, Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir og Gunnar Tryggvason.

Aðalfundurinn staðfesti skýrslu fráfarandi stjórnar og samstæðureikning fyrir liðið reikningsár. Ársreikning má finna í rafrænni ársskýrslu á landsvirkjun.is: arsskyrsla2018.landsvirkjun.is.

Jafnframt var Deloitte ehf. kosið endurskoðunarfyrirtæki Landsvirkjunar að fenginni tillögu Ríkisendurskoðunar.

Jónas Þór Guðmundsson endurkjörinn stjórnarformaður

Á fyrsta fundi nýrrar stjórnar eftir aðalfund var Jónas Þór Guðmundsson endurkjörinn formaður stjórnar og Álfheiður Ingadóttir var kjörin varaformaður.

Arðgreiðsla fyrir árið 2018 4,25 milljarðar króna

Á aðalfundinum var samþykkt tillaga stjórnar um arðgreiðslu til eigenda að fjárhæð um 4,25 milljarðar króna fyrir árið 2018 en síðustu ár hefur árleg arðgreiðsla verið 1,5 milljarðar króna.

Rafræna ársskýrslu og ársreikning Landsvirkjunar fyrir árið 2018 má finna á arsskyrsla2018.landsvirkjun.is.

Fréttasafn Prenta