Frétt

Skipað í stjórn Landsvirkjunar á aðalfundi

27. apríl 2017
Höfuðstöðvar Landsvirkjunar

Á aðalfundi Landsvirkjunar, sem haldinn var í dag, skipaði fjármála- og efnahagsráðherra aðalmenn og varamenn í stjórn Landsvirkjunar samkvæmt lögum um fyrirtækið.

Aðalmenn í stjórn Landsvirkjunar eru:

  • Jónas Þór Guðmundsson
  • Ragnheiður Elín Árnadóttir
  • Haraldur Flosi Tryggvason
  • Álfheiður Ingadóttir
  • Kristín Vala Ragnarsdóttir

Þetta er í fyrsta sinn í sögu Landsvirkjunar sem konur eru í meirihluta stjórnar.

Úr stjórn fóru Jón Björn Hákonarson, Helgi Jóhannesson og Þórunn Sveinbjarnardóttir en þau hafa setið í stjórn fyrirtækisins frá árinu 2014 og var þeim þakkað fyrir vel unnin störf.

Varamenn í stjórn Landsvirkjunar eru: Ásta Björg Pálmadóttir, Páley Borgþórsdóttir, Lárus Elíasson, Ragnar Óskarsson og Albert Svan Sigurðsson.

Aðalfundurinn staðfesti skýrslu fráfarandi stjórnar og samstæðureikning fyrir liðið reikningsár, sem má finna í rafrænni ársskýrslu á landsvirkjun.is. Jafnframt var Deloitte ehf. kosið endurskoðunarfyrirtæki Landsvirkjunar að fenginni tillögu Ríkisendurskoðunar.

Jónas Þór Guðmundsson endurkjörinn stjórnarformaður

Á fyrsta fundi nýrrar stjórnar eftir aðalfund var Jónas Þór Guðmundsson endurkjörinn formaður stjórnar og Haraldur Flosi Tryggvason var kjörinn varaformaður.

Arðgreiðsla ársins 1,5 milljarðar króna

Á aðalfundinum var jafnframt samþykkt tillaga stjórnar um arðgreiðslu til eigenda að fjárhæð 1,5 milljarðar króna fyrir árið 2016.

Fréttasafn Prenta