Frétt

Skrifað undir samning um verkefni í orkutengdri ferðaþjónustu

9. apríl 2019
Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir, verkefnisstjóri á markaðs- og viðskiptaþróunarsviði, Helgi Arnar Alfreðsson og Júlía Katrín Björke hjá Myvatn Volcano Park og Haraldur Hallgrímsson, forstöðumaður viðskiptaþróunar og sölu, eftir undirritun samningsins.

Landsvirkjun og Myvatn Volcano Park (MVP) hafa undirritað samstarfssamning um tilraunaverkefni í orkutengdri ferðaþjónustu. MVP hyggst skipuleggja ferðir undir nafninu Living on a Volcano og fær til þess aðgengi að vinnslusvæði Landsvirkjunar við Kröflu og Bjarnarflag.

Markmið samstarfssamningsins er að auka verðmætasköpun á grundvelli orkuauðlinda og innviða Landsvirkjunar.

Í ferðunum Living on a Volcano læra gestir um fjölnýtingu eldfjalla á Íslandi, jarðhitann og hinar góðu og slæmu hliðar sambýlis mannsins við eldfjallið. Leiðsögumenn verða jarðfræðingarnir Helgi Arnar Alfreðsson og Júlía Katrín Björke, sem hafa stundað rannsóknir og náttúrueftirlit í Mývatnssveit í eldfjalla- og jarðhitafræðum undanfarin ár.

Fréttasafn Prenta