Frétt

Skýrsla Landsvirkjunar um samfélagsábyrgð komin út

30. mars 2017

Skýrsla um áherslur og stefnu Landsvirkjunar í samfélagsábyrgð er komin út.

Landsvirkjun hefur verið aðili að UN Global Compact verkefni Sameinuðu þjóðanna síðan 2013. Auk stuðnings við UN Global Compact höfum við ákveðið að innleiða valin markmið úr Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun sem samþykkt voru árið 2015, eins og kom fram á morgunverðarfundi fyrirtækisins í dag. Landsvirkjun mun leggja áherslu á þrjú af Heimsmarkmiðunum sem falla vel að áherslum fyrirtækisins. Það eru markmið um loftslagsmál, sjálfbæran orkuiðnað og jafnréttismál, sem öll styðja við núverandi vinnu Landsvirkjunar við þessa málaflokka.

Hér má finna skýrsluna Samfélagsábyrgð Landsvirkjunar - Stefna og áherslur 2016.

Fréttasafn Prenta