Frétt

S&P Global Ratings breytir horfum úr stöðugum í jákvæðar

21. mars 2019

Matsfyrirtækið S&P Global Ratings hefur breytt horfum á lánshæfiseinkunn Landsvirkjunar úr stöðugum í jákvæðar. Fyrirtækið hefur jafnframt staðfest lánshæfiseinkunnina BBB fyrir lang- og skammtímaskuldir, með og án ríkisábyrgðar.

Að sögn S&P Global Ratings endurspeglar breytingin á horfunum jákvæða þróun Landsvirkjunar m.a. með tilliti til aukins fjárhagslegs styrkleika og minnkandi markaðsáhættu. Jákvæðu horfurnar endurspegla möguleikann á hækkun á lánshæfiseinkunn fyrirtækisins innan tveggja ára ef Landsvirkjun viðheldur bættri fjárhagsstöðu.

Fréttasafn Prenta