Frétt

Staða miðlunarforða er undir meðallagi eftir erfiðan vetur

1. apríl 2020

Innrennsli í miðlanir Landsvirkjunar hefur verið mjög slakt í vetur. Á Þjórsársvæði hefur veturinn verið kaldur og mjög þurr og innrennsli með minnsta móti og við Blöndu hefur staðan verið lítið betri. Innrennsli á Austurlandi hefur komið best út en hefur samt verið undir meðallagi.

Niðurdráttur miðlunarlóna hófst upp úr miðjum október og hefur verið eindreginn síðan. Vetrarblotar hafa ekki náð upp á hálendið og staða miðlunarforða í lok vetrar er undir meðallagi. Staðan nú um 700 GWh verri en á sama tíma í fyrra.

Í hönd kemur óvissa um tíðarfar og tímasetningu vorflóða. Þrátt fyrir stöðuna nú telur Landsvirkjun að ekki þurfi að grípa þurfi til sérstakra ráðstafana til að spara vatn í miðlunarlónum og ef tíðarfar verður hagfellt í sumar muni miðlunarlón ná að fyllast í haust.

Hægt er að fylgjast með vatnshæð lóna daglega á vöktunarsíðu vefs Landsvirkjunar: www.landsvirkjun.is/rannsoknirogthroun/voktun

Fréttasafn Prenta