Frétt

Staða miðlunarlóna umfram meðallag

9. apríl 2019

Horfur í vatnsbúskap Landsvirkjunar hafa verið endurmetnar að liðnu vetrartímabili. Staða miðlunarlóna í lok vetrar er vel umfram meðallag, en innihald miðlunarforða er 2.585 GWh eða sem nemur 52% fyllingu. Reiknað er með að miðlunarforði nái lágmarki fyrri hluta maí og hann verði þá um 2,3 TWh eða 47%.

Nokkur hlýindaskeið með miklu innrennsli fyrrihluta vetrar er ástæðan fyrir þessari góðu stöðu. Þess á milli, og sérstaklega nú eftir áramót, hefur niðurdráttur verið afgerandi. Frá 1. október hefur niðurdráttur miðlunarlóna verið um þriðjungur vinnslunnar.

Vatnshæð í Þórisvatni hefur aðeins tvisvar verið betri á síðustu tíu árum. Vatnshæð í Blöndulóni og í Hálslóni hefur aðeins þrisvar verið betri á síðustu tíu árum. 

Horfur um afhendingu orku eru góðar fram á haust.

Fréttasafn Prenta