Frétt

Staðan í vatnsbúskap Landsvirkjunar

8. nóvember 2013

Ekki búist við áhrifum á orkuafhendingu þó horfur séu lakari en undanfarin ár

Horfur í vatnsbúskap Landsvirkjunar eru lakari nú en undanfarin ár vegna úrkomuleysis og kulda á hálendinu í vor og sumar. Innrennsli hefur verið talsvert undir meðallagi og ekki náðist að fylla öll lón Landsvirkjunar nú í haust.

Landsvirkjun hefur reiknað horfur í vatnsbúskap nýs vatnsárs, sem stendur frá 1. október 2013 til 30. september 2014, og benda þær ekki til þess að staðan nú muni hafa áhrif á orkuafhendingu frá fyrirtækinu á komandi vetri. Staðan verður endurmetin ef veturinn stefnir í að vera óvenjulega þurr og kaldur.

Fréttasafn Prenta