Frétt

Staðan í vatnsbúskap með besta móti og horfur góðar

4. júlí 2017

Horfur í vatnsbúskap Landsvirkjunar hafa verið endurmetnar nú þegar tími vorleysinga er liðinn. Niðurstaðan er að horfur eru góðar og engin þörf á takmörkun afhendingar á raforku er fyrirsjáanleg. Það sem af er þessu vatnsári hefur tíðin verið mjög hagfelld rekstri miðlana og staða þeirra er einstaklega góð nú í byrjun júlí. 

Heildar innihald miðlana nemur 72% af  hámarksfyllingu. 

Nú vantar aðeins um 30 sm upp á að Þórisvatn fyllist og mun það fyllast innan fárra daga. Um 180 sm vantar upp á að fylla Blöndulón og í meðal rennslisári mun það fyllast í lok júlí. Þótt um 18,4 metra vanti upp á að fylla Hálslón er áætlað að það fyllist á svipuðum tíma og Blöndulón.  Tímasetning fyllingar ræðst fyrst of fremst af jökulbráðnun, sem ekki er hafin enn.

Hér er hægt að fylgjast með stöðu miðlunarlóna.

Fréttasafn Prenta