Frétt

Standard and Poor‘s breytir horfum á lánshæfiseinkunn Landsvirkjunar úr neikvæðum í stöðugar

30. janúar 2014
Höfuðstöðvar Landsvirkjunar og Landsvirkjunar Power ehf.

Matsfyrirtækið Standard and Poor‘s hefur breytt horfum á lánshæfiseinkunn Landsvirkjunar úr neikvæðum í stöðugar en einkunnin helst óbreytt í BB. Samsvarandi breyting á horfum átti sér stað hjá Ríkissjóði Íslands þann 24. janúar síðastliðinn.

Að mati Standard and Poor‘s er breytingin á horfum Landsvirkjunar tilkomin vegna breytingar á horfum Ríkissjóðs Íslands.

Fréttasafn Prenta