Frétt

Standard & Poor's staðfestir lánshæfiseinkunnir og hækkar grunneinkunn í bb-

4. ágúst 2016

Matsfyrirtækið Standard & Poor's hefur staðfest lánshæfiseinkunnir Landsvirkjunar BBB-/A-3. Einkunnirnar eiga við langtíma- og skammtímaskuldir með og án ríkisábyrgðar.

Samhliða hefur Standard & Poor's hækkað grunneinkunn (SACP) fyrirtækisins í bb- úr b+. Breytt einkunn endurspeglar stöðugt sterkari fjárhagsstöðu Landsvirkjunar og þá sérstaklega árangur í lækkun skulda.

Horfur eru stöðugar.

Fréttasafn Prenta