Stuðningur við menningarstarf á Austurlandi

08.06.2020Samfélag

Framkvæmdir við uppbyggingu og stækkun Sláturhússins og Safnahússins á Egilsstöðum hefjast í sumar. Landsvirkjun er einn af bakhjörlum verkefnisins ásamt ríki og Fljótsdalshéraði.

Framkvæmdir við uppbyggingu og stækkun Sláturhússins og Safnahússins á Egilsstöðum hefjast í sumar. Landsvirkjun er einn af bakhjörlum verkefnisins ásamt ríki og Fljótsdalshéraði.

„Þessi áhersla sem við höfum varðandi Sláturhúsið verður fyrst og fremst á sviðslistir. Þar verður svokölluð blackbox útfærsla á efri hæðinni. Á neðri hæðinni erum við að horfa á sýningarrými og þar er aðkoma Landsvirkjunar varðandi sameiginlega sýningu Landsvirkjunar og Fljótsdalshéraðs. Svokallaða Ormsstofu sem er svona samspil samfélags og vistvænnar orku en það á eftir að útfæra það nákvæmlega,“ segir Björn Ingimarsson, bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs. Rúv fjallaði um málið