Frétt

Þórólfur Nielsen ráðinn forstöðumaður stefnumótunar

12. desember 2017

Þórólfur Nielsen hefur verið ráðinn í starf forstöðumanns stefnumótunar hjá Landsvirkjun.

Forstöðumaður stefnumótunar leiðir fjölbreytt stefnumarkandi verkefni í samvinnu við stjórnendur fyrirtækisins og starfar með öllum starfseiningum að þróun árangursmælikvarða og markmiða sem unnið er að hverju sinni. Forstöðumaður stefnumótunar mun jafnframt vera virkur í að miðla stefnunni í nánu samstarfi við yfirstjórn.

Þórólfur hefur starfað hjá Landsvirkjun frá vorinu 2010 sem forstöðumaður viðskiptagreiningardeildar á markaðs- og viðskiptaþróunarsviði þar sem hann hefur leitt almenna þekkingaröflun á erlendu og innlendu viðskiptaumhverfi fyrirtækisins. Áður starfaði Þórólfur hjá Kaupþingi í fyrirtækjaráðgjöf og hjá Línuhönnun við almenn verkfræðistörf.

Þórólfur er með M.Sc. gráðu í Management Science and Engineering frá Stanford háskóla og B.Sc. gráðu í byggingarverkfræði frá Háskóla Íslands.

Þórólfur er í sambúð með Láru Hannesdóttur og eiga þau tvö börn.

Fréttasafn Prenta