Frétt

Þriggja mánaða uppgjör 2019

24. maí 2019

Nettó skuldir halda áfram að lækka og eiginfjárhlutfall að styrkjast.

Helstu atriði árshlutareiknings

  • Rekstrartekjur námu 133,2 milljónum USD (16,4 ma.kr.) og lækka um 8,0 milljónir USD (5,7%) frá sama tímabili árið áður. 1
  • EBITDA nam 102,5 milljónum USD (12,6 ma.kr.). EBITDA hlutfall er 76,9% af tekjum, en var 74,6% á sama tímabili í fyrra.
  • Hagnaður fyrir óinnleysta fjármagnsliði nam 50,5 milljónum USD (6,2 ma.kr.), en var 55,9 milljónir USD á sama tímabili árið áður og lækkar því um 9,8% milli tímabila.
  • Hagnaður tímabilsins var 41,2 milljónir USD (5,1 ma.kr.) en var 9,1 milljón USD á sama tímabili árið áður.
  • Nettó skuldir lækkuðu um 82,7 milljónir USD (10,2 ma.kr.) frá áramótum og voru í lok mars 1.801,9 milljónir USD (221,6 ma.kr.). 
  • Handbært fé frá rekstri nam 84,0 milljónum USD (10,3 ma.kr.) sem er 3,5% hækkun frá sama tímabili árið áður.

Hörður Arnarson, forstjóri:

„Rekstur Landsvirkjunar gekk áfram vel á fyrsta ársfjórðungi og einkenndist af sterku sjóðstreymi, en handbært fé frá rekstri var rúmlega 10 milljarðar króna (84 milljónir dollara). Var því einkum varið í að lækka skuldir, en á síðustu 12 mánuðum hafa nettó skuldir Landsvirkjunar lækkað um 29 milljarða króna (236 milljónir dollara). Tekjur lækkuðu um 5,7% á milli ára, einkum vegna 13% lækkunar á álverði, minni orkusölu og veikingar íslensku krónunnar, en á sama tíma lækkaði rekstrar- og viðhaldskostnaður um 14,5% frá fyrra ári.“

[1] Til viðmiðunar eru sýndar íslenskar krónur, notast var við gengi USD/ISK 123.

Viðhengi: Fréttatilkynning

Viðhengi: Árshlutareikningur

Fréttasafn Prenta