Frétt

Tilboð opnuð í rannsóknarboranir á Norðausturlandi

6. september 2012

Tilboð voru opnuð í þrjár rannsóknarborholur vegna fyrirhugaðra framkvæmda við Bjarnarflag eða á Þeistareykjum klukkan 14:00 í gær, 6. september, í höfuðstöðvum Landsvirkjunar að Háaleitisbraut 68, 103 Reykjavík.   

Tilboð voru opnuð og nöfn bjóðenda lesin upp af Landsvirkjun í heyranda hljóði í viðurvist fulltrúa bjóðenda. Eitt tilboð barst frá Jarðborunum hf. og hljóðaði upp á 1.140.831.254 með virðisaukaskatt. Tilboðið verður nú lagt fyrir matsnefnd sem metur gildi tilboðsins samkvæmt þeim forsendum sem gengið var út frá í útboðsgögnum.

Rannsóknarborholur þessar eru liður í rannsóknum á stærð og gæðum jarðvarmaauðlindarinnar á Norðuausturlandi. Landsvirkjun hefur á undangengnum árum unnið að ýmsum undirbúningsverkefnum vegna fyrrhugaðra virkjana í Bjarnarflagi og á Þeistareykjum. Gert er ráð fyrir að 45 MW virkjun í Bjarnarflagi eða á Þeistareykjum verði fyrsta skref í hægfara uppbyggingu sjálfbærrar jarðvarmavinnslu á Norðausturlandi.

 

Bjóðandi:  Upphæð m/vsk 
Jarðboranir    1.140.831.254.-  
Kostnaðaráætlun     1.551.458.397.-  
       

 

Fréttasafn Prenta