Frétt

Tímabundin lokun orkusýningar Landsvirkjunar í Ljósafossstöð

6. mars 2020

Orkusýningu Landsvirkjunar í Ljósafossstöð við Sogið verður lokað tímabundið frá og með morgundeginum 7. mars vegna COVID-19. Ekki er grunur um smit og er eingöngu um varúðarráðstöfun að ræða.

Takmarkanir á móttökum gesta

Jafnframt hefur verið tekin ákvörðun um að lágmarka heimsóknir og móttökur í húsnæði og starfsstöðvar Landsvirkjunar eins og hægt er.

Móttökum á skipulögðum heimsóknum hópa hefur verið aflýst þangað til annað verður ákveðið.

Fréttasafn Prenta