Frétt

UN Global Compact framvinduskýrslu skilað í annað sinn

20. apríl 2016

Landsvirkjun hefur í annað sinn skilað UN Global Compact framvinduskýrslu. UN Global Compact verkefnið lýtur að hnattrænum viðmiðum um samfélagslega ábyrgð, en á hverju ári undirrita á annað þúsund fyrirtæki viðmið Sameinuðu þjóðanna um samfélagsábyrgð. Fyrirtækin hafa öll góðan ásetning um að virða og innleiða tíu reglur sáttmálans um mannréttindi, vinnurétt, umhverfismál og varnir gegn spillingu, en þess má geta að aðeins um 200 þeirra ná að skila inn skýrslu árlega.

Útgáfa skýrslunnar auðveldar almenningi og hagsmunaaðilum að fylgjast með og hafa áhrif á hvaða áherslur fyrirtækið setur sér á sviði samfélagsábyrgðar.

Skýrsluna má finna hér: https://www.unglobalcompact.org/participation/report/cop/create-and-submit/active/229791 og vefsíða UN Global Compact er hér: https://www.unglobalcompact.org.

Fréttasafn Prenta