Frétt

Útboð í byggingarvinnu stækkaðrar Búrfellsvirkjunar auglýst

17. nóvember 2015

Landsvirkjun auglýsir eftir tilboðum í byggingarvinnu vegna stækkunar Búrfellsvirkjunar.  Verkefnið fellst í greftri aðrennsliskurðar og lúkningu á greftri frárennslisskurðar, greftri fyrir og uppbyggingu neðanjarðarstöðvarhúss og inntaksmannvirkis, greftri  fyrir fall- og strengjagöngum, gerð aðkomuganga, frárennslisganga  og allra annarra mannvirkja tengdu stöðvarhúsinu. Ennfremur felast í verkinu öll húskerfi auk gerðar aðkomuvega, landmótun og lóðafrágangur.

Gert er ráð fyrir að tilboð verði opnuð síðari hluta janúar 2016 og að gengið verði til samninga í mars 2016.

Um stækkaða Búrfellsvirkjun

Stækkun virkjunarinnar er 100 MW og er áætlað að framkvæmdir hefjist á vormánuðum. Stækkunin mun nýta vatn sem í dag rennur framhjá núverandi stöð. Framhjárennslið er aðallega yfir sumarmánuðina og mun stækkunin því aðeins framleiða orku hluta ársins. Uppsett afl hennar mun hins vegar nýtast allt árið um kring til að auka rekstraröryggi og sveigjanleika raforkukerfisins.

Nánari upplýsingar um stækkun Búrfellsvirkjunar

Frétt: Landsvirkjunar stækkar Búrfellsvirkjun um 100 MW 

Vefsvæði stækkaðrar Búrfellsvirkjunar 

Fréttasafn Prenta