Frétt

Vatn rennur á yfirfalli Hálslóns

1. september 2014
Hálslón er nú komið á yfirfall. Myndin sýnir yfirfallsskurð Hálslóns

Yfirborð Hálslóns er nú komið í rúma 625 metra yfir sjávarmáli. Á síðustu dögum hefur lónið hækkað hægt en náði þó yfirfallshæð í gær. Það er á svipuðum tíma og síðasta sumar.

Þegar vatn rennur á yfirfalli myndast fossinn Hverfandi við vestari enda Kárahnjúkastíflu niður að gljúfurbarminum og þaðan steypist vatnið 90-100 metra niður í Hafrahvammagljúfur. Fossinn er aflmikill og getur orðið vatnsmeiri en Dettifoss.

Staða annarra miðlunarlóna Landsvirkjunar

Blöndulón fór einnig á yfirfall fyrir helgi og staða Þórisvatns er viðunandi. Ekki er þó reiknað með að það fari á yfirfall þetta árið.  

Hálslón á yfirfalli 2007-2013

Ár         Dagsetning

2013     31. Ágúst

2012      7. ágúst

2011      13. september

2010      28. júlí

2009      9. september

2008      16. ágúst

2007      18. október

Fréttasafn Prenta