Frétt

Vatnsbúskapur betri en á sama tíma í fyrra

5. júlí 2016

Landsvirkjun hefur metið horfur fyrir fyllingu miðlana  á hausti komanda.

Innrennsli í apríl og framan af maí var lítið enda kom vorið seint. Hinsvegar hefur tíðarfar í júní verið gott og innrennsli verið umfram meðallag. Vorleysingum er lokið og tími jökulbráðar að hefjast. Staða miðlunarlóna á Þjórsársvæði og Blöndu er svipuð og á sama tíma í fyrra en mun betri í Hálslóni.

Allar líkur eru á að Hálslón fyllist í haust en minni líkur á að miðlanir fyllist við Blöndu og á Þjórsársvæði.

Hægt er að fylgjast með vatnshæð lóna daglega á vöktunarsíðu vefs Landsvirkjunar: www.landsvirkjun.is/rannsoknirogthroun/voktun

Fréttasafn Prenta