Frétt

Vatnsbúskapur Landsvirkjunar fer vel af stað

2. júlí 2014

Landsvirkjun hefur metið horfur í vatnsbúskap fyrirtækisins. Horfur á fyllingu miðlunarlóna eru góðar og útlit fyrir að staðan verði betri á komandi hausti, en hún var síðastliðið haust. Þó er ólíklegt að þau fyllist öll og fari á yfirfall í lok sumars.

Hálslón stendur hærra nú en á sama tíma í fyrra og eru yfirgnæfandi líkur á að það fyllist í ágústmánuði. Staðan í Blöndulóni er mun betri en vorið 2013 og eru líkur fyrir fyllingu lónsins um meðallag. Góðar líkur eru á að staðan í Þórisvatni verði betri en í fyrrahaust. Þó er ólíklegt að það fyllist, þar sem það fór mjög neðarlega í vor.

Hvenær lón fyllast og fara á yfirfall ræðst meðal annars af veðurfari og afrennsli jökla næstu vikna og mánaða og því ekki hægt að fullyrða neitt um það sem stendur. Hægt er að fylgjast með vatnshæð lóna daglega á vöktunarsíðu vefs Landsvirkjunar hér.

 

Fréttasafn Prenta