Frétt

Vel sóttur ársfundur Sjálfbærniverkefnisins á Austurlandi

9. maí 2018
Helga Guðmundsdóttir, fræðslustjóri Fljótsdalshéraðs, hélt erindið „Hvað þarf til að Fljótsdalshéraði nýtist betur gögn sem safnað er í Sjálfbærniverkefninu?“
Árni Jóhann Óðinsson hjá Landsvirkjun fjallaði um niðurstöður alþjóðlegrar sjálfbærniúttektar á rekstri Fljótsdalsstöðvar, HSAP, og skýrslu um framkvæmd skilyrða fyrir virkjunarleyfi vegna Kárahnjúkavirkjunar.
Dagný Björk Reynisdóttir hjá Alcoa Fjarðaáli kynnti samfélagsskýrslu fyrirtækisins og GRI vottun.
Vífill Karlsson, dósent við Háskólann á Akureyri og ráðgjafi Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV), hélt erindi undir yfirskriftinni „Sínum augum lítur hver á silfrið: Íbúar og mikilvægi búsetuskilyrða“.
Anna Berg Samúelsdóttir, umhverfisstjóri Fjarðabyggðar, hélt kynningu undir fyrirsögninni „Sjálfbærniverkefnið, hvað er það?“
Jóna Árný Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Austurbrúar, hélt erindið „Gögn, upplýsingar, þekking og viska!“.

Ársfundur Sjálfbærniverkefnisins á Austurlandi var haldinn á Hótel Héraði á Egilsstöðum í gær. Fundurinn var vel sóttur og sköpuðust líflegar umræður á honum.

Sjálfbærniverkefni Alcoa Fjarðaáls og Landsvirkjunar var komið á fyrir ellefu árum til að fylgjast með áhrifum framkvæmda við Kárahnjúkavirkjun og álverið í Reyðarfirði á samfélag, umhverfi og efnahag á Austurlandi. Á fundinum, sem Björn Ingimarsson, bæjarstjóri á Fljótsdalshéraði, stýrði, voru haldin sex fróðleg erindi.

Vífill Karlsson, dósent við Háskólann á Akureyri og ráðgjafi Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV), hélt erindi undir yfirskriftinni „Sínum augum lítur hver á silfrið: Íbúar og mikilvægi búsetuskilyrða“. Þar fjallaði hann um niðurstöður könnunar SSV á meðal almennings í nokkrum sveitarfélögum um þau atriði sem mestu máli skipta við val á búsetu. Helga Guðmundsdóttir, fræðslustjóri Fljótsdalshéraðs, hélt erindið „Hvað þarf til að Fljótsdalshéraði nýtist betur gögn sem safnað er í Sjálfbærniverkefninu?“ Anna Berg Samúelsdóttir, umhverfisstjóri Fjarðabyggðar, hélt kynningu undir fyrirsögninni „Sjálfbærniverkefnið, hvað er það?“ og Jóna Árný Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Austurbrúar, hélt erindið „Gögn, upplýsingar, þekking og viska!“..

Að hópastarfi loknu héldu fulltrúar Landsvirkjunar og Alcoa Fjarðaáls kynningar á starfi sem tengist sjálfbærni á svæðinu. Árni Jóhann Óðinsson hjá Landsvirkjun fjallaði um niðurstöður alþjóðlegrar sjálfbærniúttektar á rekstri Fljótsdalsstöðvar, HSAP, og skýrslu um framkvæmd skilyrða fyrir virkjunarleyfi vegna Kárahnjúkavirkjunar. Dagný Björk Reynisdóttir hjá Alcoa Fjarðaáli kynnti samfélagsskýrslu fyrirtækisins og GRI vottun.

Fréttasafn Prenta