Frétt

Vel sóttur íbúafundur á Héraði

28. janúar 2014

Landsvirkjun hélt í samstarfi við Fljótsdalshérað opinn íbúafund á Hótel Héraði um umhverfisrannsóknir og mótvægisaðgerðir vegna reksturs Fljótsdalsstöðvar með sérstaka áherslu á Lagarfljót. Fundurinn var vel sóttur og að loknum kynningum voru góðar umræður.

Björn Ingimarsson, bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs setti fundinn og var Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, fundarstjóri. Óli Grétar Blöndal Sveinsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Landsvirkjunar, gaf í inngangserindi yfirlit yfir vöktunar og mótvægisaðgerðir. Sveinn Kári Valdimarsson og Helgi Jóhannesson, verkefnisstjórar á þróunarsviði, kynntu síðan rannsóknir og mótvægisaðgerðir vegna lífríkis í Lagarfljóti, vatnsbúskap, rof og framkvæmdir við ós.

Kynningu Landsvirkjunar má skoða hér

Landsvirkjun vaktar eða lætur vakta fjölmarga þætti sem eru undir áhrifum af starfsemi fyrirtækisins. Í heild eru um 50 þættir er varða umhverfi Fljótsdalsstöðvar vaktaðir. Meðal þeirra þátta eru ós, efnavöktun, vatnalíf, fiskur, rof, uppgræðsla, fuglar, rennsli, vatnshæð, grugg, vatn á fossa, grunnvatn, jarðvatn, hreindýr, gróður, uppfok og friðland. Gerð er grein fyrir mörgum þessara þátta í Sjálfbærniverkefni á Austurlandi www.sjalfbaerni.is

Sjá einnig:
Frétt um færslu óss Lagarfljóts og Jöklu í Héraðsflóa
Frétt um áhrif Fljótsdalsstöðvar á fiskilíf í Lagarfljóti og Jökulsá á Dal
Frétt um niðurstöður umhverfisrannsókna sem voru kynnt á síðasta ársfundi Sjálfbærniverkefnisins á Austurlandi 

Fréttasafn Prenta