Frétt

Verkefnisstjórn sæstrengs birtir niðurstöður vinnu sinnar

15. júlí 2016

Verkefnisstjórn sæstrengs kynnti 12. júlí niðurstöður af vinnu sinni við að skoða með heildstæðum hætti kostnað og ábata af sæstreng milli Íslands og Bretlands ásamt mati á áhrifum sæstrengs á efnahag, heimili, atvinnulíf, raforkukerfið, umhverfi og aðra þætti íslensks samfélags ásamt reynslu Norðmanna af svipuðum verkefnum. Einnig kynnti verkefnastjórnin niðurstöður fyrstu viðræðna íslenskra og breskra stjórnvalda um málið.

Meðal helstu niðurstaðna verkefnisstjórnar er að sæstrengur gæti skapað mikil verðmæti fyrir bæði Ísland og Bretland. Ein helsta forsenda þess er stuðningur breskra yfirvalda við verkefnið. Íslensk og bresk stjórnvöld hafa birt sameiginlega yfirlýsingu um niðurstöður fyrstu viðræðna landanna um málið. Skjal

Yfirlýsing stjórnvalda landanna bendir til að þau hafa góðar ástæður til að kanna áfram mögulega framkvæmd sæstrengsverkefnis og áhrif hennar. Ákvörðun um áframhald hefur þó ekki verið tekin.

Niðurstöður skýrslu verkefnisstjórnar sæstrengs í heild sinni ásamt öllum fylgiskjölum má finna hér.

Landsvirkjun hefur af þessu tilefni birt algengar spurningar og svör tengd sæstrengsverkefninu á heimasíðu sinni hér.

Fréttasafn Prenta