Frétt

Við leitum að framúrskarandi fólki

29. september 2016

Landsvirkjun er rótgróið fyrirtæki í örri þróun. Við vinnum með virkum hætti að uppbyggingu í orkumálum og viðskiptalífi og viljum vera í fararbroddi við að móta ný tækifæri á þessum sviðum. Hjá okkur starfar hópur metnaðarfulls starfsfólks með ólíka menntun og fjölbreytta starfsreynslu.

Við auglýsum eftir umsóknum um eftirfarandi störf, en umsóknarfrestur er til 9. október:

Verkefnisstjóri – Þróun gestastofa

Við óskum eftir að ráða útsjón­ar­saman og skipu­lagðan starfs­kraft til að ganga til liðs við samskipta­svið fyrir­tæk­isins og leiða mótun gesta­stofa.

Nánar á vef Capacent.

Sérfræðingur á Mývatnssvæði

Þátt­taka í viðhalds- og rekstr­ar­verk­efnum á sviði véla- og rafbún­aðar. Um er að ræða fjöl­breytt verk­efni sem snúa að viðhaldi, endur­bótum og utan­um­haldi búnaðar í rekstri, innkaup búnaðar og lager­hald ásamt gæða- umhverfis og örygg­is­málum.

Nánar á vef Capacent.

Verk­efn­is­stjóri umhverfis- og samfé­lags­mála á Þjórs­ár­svæði

Í starfinu felast verk­efni á sviði umhverfis-, heil­brigðis-, gæða- og samfé­lags­mála. Viðkom­andi vinnur að eftir­liti, gagna­öflun og kynn­ingu á niður­stöðum úr mælingum og rann­sóknum í þessum mála­flokkum.

Nánar á vef Capacent.

Stöðvarverðir á Mývatnssvæði

Landsvirkjun óskar eftir að ráða tvo starfsmenn, vélfræðing og rafvirkja til að annast rekstur, eftirlit og viðhald aflstöðva og veitumannvirkja á Mývatnssvæði, við Kröflu, Bjarnarflag og Þeistareyki. Stöðvarverðir vinna markvisst að auknu rekstraröryggi og hagkvæmni í rekstri og hafa eftirlit með að öryggiskröfum Landsvirkjunar og annarra opinberra aðila sé framfylgt.

Sótt er um störfin á landsvirkjun.is.

Stöðvarvörður á Blöndusvæði

Landsvirkjun óskar eftir að ráða vélfræðing til að annast rekstur, eftirlit og viðhald aflstöðva og veitumannvirkja við Blöndustöð. Stöðvarvörður vinnur markvisst að auknu rekstraröryggi og hagkvæmni í rekstri og hefur eftirlit með að öryggiskröfum Landsvirkjunar og annarra opinberra aðila sé framfylgt.

Sótt er um starfið á landsvirkjun.is.

Fréttasafn Prenta