Frétt

Viðgerð í Laxárstöð vegna bilunar

29. nóvember 2016
Laxá II

Laxárstöð II hefur verið tekin úr rekstri vegna bilunar í vélarsamstæðu stöðvarinnar. Talið er að bilunina megi rekja til þess að grjót hafi borist með ís inn í hverfil stöðvarinnar. Allt bendir til þess að viðgerð geti tekið nokkrar vikur.

Stöðin er með eina vélarsamstæðu og var hún tekin í rekstur 1953. Uppsett afl hennar er 9 MW og er orkuvinnslugetan um 78 GWh á ári eða um 0,6% af heildarorkuvinnslu Landsvirkjunar.

Frá því í vor hafa staðið yfir endurbætur á Laxárstöð III, en áætlað er að því verkefni ljúki á þessu ári. Vegna bilunarinnar eru því báðar stöðvarnar úti þar til viðgerð hefur farið fram, en við það  minnkar afhendingaröryggi rafmagns á Norðausturlandi, sem fætt er frá Laxárstöðvum og tengivirki byggðalínu á Akureyri.

Fréttasafn Prenta