Frétt

Viðhaldsframkvæmdir í Fremri-Kárahnjúk

20. júní 2017

Vegna viðhaldsframkvæmda við Fremri-Kárahnjúk þarf að loka fyrir umferð um Kárahnjúkastíflu einhverja daga milli 27. júní og 31. júlí. Lokanirnar munu vara í nokkrar klukkustundir í senn, en einnig gæti þurft að loka daglangt einstaka daga.

Veginum verður lokað beggja vegna stíflunnar, annars vegar við inntaksmannvirkið á milli Kárahnjúkastíflu og Desjarárstíflu og hins vegar við norðurenda Kárahnjúkastíflu. Mönnuð vakt verður á þessum stöðum á meðan lokanir verða.

Hægt verður að fylgjast með lokunum á vefsíðunni www.landsvirkjun.is/tilkynning.

Fréttasafn Prenta