Vinnsla raforku gekk vel á árinu 2017 og fór raforkuvinnslan í fyrsta sinn yfir 14 TWst. Slegin voru vinnslumet á árinu í Fljótsdalsstöð, Sigöldustöð, Búðarhálsstöð, Sultartangastöð og Steingrímsstöð.
Staðan í miðlunarlónum Landsvirkjunar um áramót er í meðallagi góð, en er ekki eins góð og hún var í fyrra.
Tíðin í haust hefur verið tvískipt. Í október var innrennsli mikið, sérstaklega framan af, en í byrjun nóvember kom kuldatíð með litlu innrennsli og hefur niðurdráttur miðlunarlóna verið jafn og stöðugur síðan. Útlit er fyrir að 2/3 miðlunarforðans verði notaðir fram til vors ef veðráttan fylgir meðalári. Ekki er gert ráð fyrir að takmarka þurfi raforkuframboð í vetur vegna stöðu miðlana.
Hægt er að fylgjast með vatnshæð lóna daglega á vöktunarsíðu vefs Landsvirkjunar: www.landsvirkjun.is/rannsoknirogthroun/voktun.