Frétt

Virkjanir á veituleið Blönduvirkjunar

12. júní 2014
Blöndustöð

Landsvirkjun hefur undanfarin tvö ár unnið að mati á umhverfisáhrifum fyrir virkjanir á veituleið Blönduvirkjunar. Um er að ræða þrjár vatnsaflsvirkjanir (Kolkuvirkjun, Friðmundarvirkjun og Þramarvirkjun) sem samtals eru 31 MW.  Markmið framkvæmdarinnar er að fullnýta til orkuöflunar allt að 69 m fall á veituleið Blönduvirkjunar frá Blöndulóni að inntakslóni Blöndustöðvar.

Frummatsskýrsla um framkvæmdina liggur nú fyrir og þann 13. júní hófst sex vikna opinbert kynningar- og athugasemdaferli á vegum Skipulagsstofnunar.  Tilgangur kynningar á frummatsskýrslu er að fyrirhuguð framkvæmd og umhverfisáhrif hennar sé kynnt fyrir almenningi og hagsmunaaðilum og að þeim sé veitt tækifæri til að koma athugasemdum og ábendingum til Skipulagsstofnunar áður en álit stofnunarinnar liggur fyrir.

Frestur til að skila athugasemdum er til 25. júlí 2014.

Frummatsskýrsluna má nálgast hjá Skipulagsstofnun, Þjóðarbókhlöðunni, Héraðsbókasafni Austur-Húnavatnssýslu Blönduósi, skrifstofu Húnavatnshrepps,  en einnig á heimasíðum Skipulagsstofnunar, Landsvirkjunar og Verkís hf.

Nánari upplýsingar veitir Hugrún Gunnarsdóttur verkefnisstjóri matsins hjá Verkís hf. Sími 422-8000 og netfang hug@verkis.is.

Hér má nálgast frummatskýrslu vegna virkjana á veituleið Blönduvirkjunar.

Sérfræðiskýrslur og annað tengt efni

Fréttasafn Prenta