Frétt

Vordís Eiríksdóttir ráðin forstöðumaður jarðvarmadeildar á orkusviði

24. apríl 2019

Vordís Eiríksdóttir hefur verið ráðin í stöðu forstöðumanns jarðvarmadeildar á orkusviði.

Hlutverk jarðvarmadeildar á orkusviði er að annast aflstöðvar Landsvirkjunar á sviði jarðvarma og vindorku þannig að þær skili tilgreindu hlutverki sínu. Deildin ber ábyrgð á rekstri, eftirliti og viðhaldi þessara orkuvirkja og leggur áherslu á öryggi og hagkvæmni, umhverfismál og samstarf við nærsamfélag.

Vordís er jarðeðlisfræðingur að mennt og lagði í námi sínu áherslu á endurnýjanlega orku, sér í lagi vinnslu jarðhitasvæða. Hún hefur starfað á rannsóknadeild þróunarsviðs s.l. tvö ár og kom til Landsvirkjunar frá Alcoa, þar sem hún starfaði í ÖHU-teymi, en helstu verkefni hennar þar voru rekstur umbótaverkefna í samstarfi við framkvæmdastjórn fyrirtækisins. Þar áður starfaði Vordís hjá Orkuveitu Reykjavíkur í sex ár.

Maki Vordísar er Stefán Þór Arnarsson, forstöðumaður hjá Medis, og eiga þau saman þrjú börn.

Fréttasafn Prenta