Vordís kjörin formaður Jarðhitafélags Íslands

23.06.2020Samfélag

Vordís er jarðeðlisfræðingur og starfar sem forstöðumaður jarðvarmadeildar Landsvirkjunar.

Vordís Eiríksdóttir, forstöðumaður jarðvarmadeildar.
Vordís Eiríksdóttir, forstöðumaður jarðvarmadeildar.

Vordís Eiríksdóttir, forstöðumaður hjá Landsvirkjun, hefur verið kjörin formaður Jarðhitafélags Íslands. Guðjón H. Eggertsson, deildarstjóri hjá HS Orku, og Maryam Khodayar, ráðgjafi, voru einnig kjörin í stjórn félagsins.

Fjölnýting jarðvarmans í aðalhlutverki

Vordís er jarðeðlisfræðingur og starfar sem forstöðumaður jarðvarmadeildar. Hún tekur við formennsku af Sigurði H. Markússyni, viðskiptaþróunarstjóra hjá Landsvirkjun, sem gegnt hefur formennsku í tvö ár.

„Lífsgæðin sem nýting jarðvarmans hefur fært þjóðinni er óumdeild en ég held við séum hvergi nærri hætt, möguleikar í fjölnýtingu og nýsköpun tengdri jarðhita eru miklir og á tímum sem þessum er mikilvægt sem aldrei fyrr að styðja við áframhaldandi uppbyggingu nýsköpunarfyrirtækja í geiranum“, sagði Vordís í ávarpi til gesta á aðalfundi félagsins í gær.

„Á síðustu öld var unnið gríðarmikið starf við hagnýtingu jarðvarmans og stóð þar uppúr uppbygging hitaveitu og rafmagnsframleiðslu. Ég vona, og okkur sýnist allt stefna í að á þessari öld verði fjölnýting jarðvarmans í aðalhlutverki.“

Stjórn JHFÍ skipa að loknum aðalfundi 2020:

  • Vordís Eiríksdóttir, formaður, Landsvirkjun
  • Daði Þorbjörnsson, ÍSOR
  • Guðjón H. Eggertsson, HS Orka
  • Gunnar Gunnarsson, Orkuveita Reykjavíkur
  • Lilja Tryggvadóttir, Mannvit
  • Maryam Khodayar, ráðgjafi
  • Sigrún Nanna Karlsdóttir, Gerosion