Frétt

Yfir 10.000 manns sótt Landsvirkjun heim það sem af er af sumri

30. júlí 2013
Gestkvæmt hefur verið í vindmyllur Landsvirkjunar í sumar.

Gestkvæmt hefur verið hjá Landsvirkjun í sumar en fyrirtækið starfrækir 3 gestastofur ásamt því að staðið var fyrir sérstakri móttöku alla laugardaga í júlí við nýjar vindmyllur á Hafinu, nálægt Búrfellsstöð á suðurlandi.

Í júlímánuði heimsóttu yfir 1200 áhugsamir einstaklingar vindmyllur Landsvirkjunar, kynntu sér verkefnið og spjölluðu við starfsmenn. Við þökkum kærlega fyrir frábærar móttökur og áhuga á vindmyllunum.

Opið er í gestastofum Landsvirkjunar frá 1. júní – 31. ágúst en þær eru staðsettar í Búrfellsstöð, Kröflustöð og Fljótsdalsstöð. Yfir 9.000 gestir hafa komið í heimsókn það sem af er sumri og kynnt sér fyrirtækið og þau tækifæri sem búa í endurnýjanlegri orku.

Tekið er á móti gestum út allan ágústmánuð og við hvetjum ykkur til að kíkja í heimsókn. Nánar má kynna sér staðsetningu og opnunartíma hér.

Fréttasafn Prenta