„Þessi niðurstaða staðfestir það sem við hjá Landsvirkjun höfum talið okkur vita, að við bjóðum grænu orkuna okkar á samkeppnishæfu verði. Það er gott að fá það staðfest af sérfróðum, óháðum aðila,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, um niðurstöðu skýrslu um samkeppnishæfni stóriðju á Íslandi með tilliti til raforkukostnaðar.