Athugun Skipulagsstofnunar er hafin á frummatsskýrslum um mat á umhverfisáhrifum fyrir Kröfluvirkjun II, Þeistareykjavirkjun, háspennulínur frá virkjunum að álveri, álver á Bakka og sameiginlegt mat á umhverfisáhrifum framkvæmdanna fjögurra. Í tilefni þess verður opið hús á Hótel Nordica mánudaginn 10. maí nk. Kl: 15:00-19:00 þar sem frummatsskýrslur verða kynntar.