Formlegar samningaviðræður við landeigendur og ábúendur vegna nýrra virkjana í Þjórsá hófust nú í janúar. Allt það tjón sem framkvæmdir og virkjanirnar kunna að valda verður bætt.
Í samræmi við ný lög um Landsvirkjun var í morgun haldinn aukafundur þar sem skipuð var ný stjórn Landsvirkjunar.
Nokkrar umræður hafa orðið um það að undanförnu að stóriðjan og orkuiðnaðurinn njóti forgjafar umfram aðrar atvinnugreinar. Hér á eftir er leitast við að svara algengum spurningum og benda á staðreyndir.
Í rúman áratug hefur ríkt trúnaður um raforkuverð til stóriðjufyrirtækja. „Eðlilegt er að kallað sé eftir skýringum á því hvers vegna ekki tíðkaðst að upplýsa um verð í samningum íslenskra raforkufyrirtækja og þeirra álfyrirtækja sem hér starfa“, segir Friðrik Sophusson forstjóri Landsvirkjunar
Landsvirkjun starfrækir sjóð til styrktar nemendum á framhaldsstigi háskólanáms (meistara- og doktorsnám), sem eru að vinna að lokaverkefnum sínum og eru styrkir veittir úr sjóðnum árlega.
Rannveig Rist og Friðrik Sophusson undirrituðu í dag samkomulag sem framlengir fram á mitt næsta ár viljayfirlýsingu Alcan og Landsvirkjunar um gerð raforkusamnings til stækkunar álversins í Straumsvík.
Í nýlegri grein Bjarne Reinholdt, starfsmanns Norsk Hydro á Íslandi kemur fram hvers vegna fyrirtækið hætti við þátttöku í Reyðarálsverkefninu.
Stjórn Landsvirkjunar lýsir yfir áhyggjum sínum af þróuninni og felur forstjóra að að beina því til verktaka að farið verði í einu og öllu eftir þeim reglum og kröfum sem gerðar eru til öryggis á vinnustað.
Á næstu misserum mun Landsvirkjun gefa út fréttabréf þar sem sagt er frá framgangi verkefna sem tengjast virkjunum í Neðri-Þjórsá.
Glærufyrirlestur Fririks Sophussonar á fundinum „Opinber fyrirtæki og stofnanir í orrahríð fjölmiðla“.
Í fjölmiðlum hefur komið fram að Orkuveita Reykjavíkur rökstyður gjaldskrárhækkun sína með því að Landsvirkjun hafi hækkað orkuverð um 10% á síðustu tveimur árum. Landsvirkjun telur þessa röksemdafærslu ekki standast.
Stjórn LV tók fyrir beiðni Ómars Ragnarssonar um stuðning við kvikmyndagerð af myndun Hálslóns á fundi sínum í morgun og samþykkti að tvöfalda stuðning sinn við Ómar úr 4 milljónum króna í 8 milljónir gegn afnotum af kvikmyndaefni hans.
Árni Mathiesen, fjármálaráðherra, Jón Sigurðsson, iðnaðarráðherra, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri og Kristján Þ. Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri undirrituðu í gær samning um kaup ríkisins á eignarhlutum Reykjavíkurborgar og Akureyrarbæjar í Landsvirkjun.
Landsvirkjun og Rauði þráðurinn hafa undirritað styrktarsamning til uppfærslu á leikverkinu „Best í heimi“.
Umtalsverður munur er á orkukostnaði heimila á Norðurlöndum. Eiríkur Bogason, framkvæmdastjóri Samorku segir að íslendingar eigi vinninginn.
Fyrr í þessum mánuði birtist frétt í Fréttablaðinu þess efnis að raforkuverð til heimila á Íslandi væri hærra á Íslandi en í nágrannalöndum. Orkustofnun sá ástæðu til að gera athugasemd við þessa frétt.
Í umræðum um Kárahnjúkavirkjun hefur stærð Hálslóns oft verið lögð að jöfnu við stærð Hvalfjarðar. Við samanburð á flatarmáli Hálslóns og Hvalfjarðar kemur í ljós að þessi samlíking er ekki rétt.
Landsvirkjun hefur unnið samkvæmt umhverfisstefnu allt frá árinu 1997. Í tengslum við innleiðingu ISO 14001 umhverfisstjórnunarkerfis hefur Landsvirkjun endurskoðað umhverfisstefnu sína.
Síðastliðinn fimmtudag hófst fylling Hálslóns. Þegar lokur í hjáveitugöngum voru látnar síga fyrir göngin breyttist Jökla í uppistöðulón.
Íslensk/pólska vináttufélagið og Landsvirkjun undirrituðu í dag samstarfssamning sem hefur það að markmiði að kynna pólska menningu á Íslandi og stuðla að skilningi á fjölmenningu í nútímasamfélagi á Íslandi.
Landsvirkjun og Norðurál hafa gert milli sín samkomulag um að aflétta trúnaði af rafmagnssamningum milli fyrirtækjanna tveggja. Það er von okkar að birtingin styðji við og auki opinbera og opna umræðu um orkumál á Íslandi.
Tveir nýir framkvæmdastjórar hafa verið ráðnir til starfa hjá Landsvirkjun, þær Ásbjörg Kristinsdóttir og Jóna Bjarnadóttir.
Forstjóri Landsvirkjunar ritaði í gær, 23. febrúar, undir viljayfirlýsingu fyrir hönd fyrirtækisins um að ganga til viðræðna um kaup ríkisins á hlut Landsvirkjunar í Landsneti hf. Breyting á eignarhaldi Landsnets hefur verið í bígerð um nokkurt skeið.
Afkoma litast af heimsfaraldrinum.
Landsvirkjun og Rio Tinto á Íslandi hafa samþykkt viðauka við raforkusamning fyrirtækjanna frá árinu 2010. Samkomulagið rennir styrkari stoðum undir samkeppnishæfni álversins í Straumsvík við áframhaldandi starfsemi þess.
Hafin er undirbúningur að orkuskiptum í Bolungarvíkurhöfn.
Á fjórtán starfsárum sjóðsins hefur hann veitt styrki að upphæð 788 milljónir króna.
Þegar fullyrðingar eru hraktar með rökum er ekki vænlegt til árangurs að halda þeim til streitu.
Við höfum opnað fyrir umsóknir um sumarstörf fyrir ungmenni og nema.
Búrfellslundur hefur verið endurhannaður og sjónræn truflun af vindmyllum þar minnkuð mjög mikið.
Ísland verður laust við bensín og olíur eftir 30 ár, gangi Orkustefna til ársins 2050 eftir.
Orkugeirinn er gríðarlega spennandi starfsvettvangur fyrir ungt fólk til að stefna á.
Áhugaverð tækifæri eru fólgin í því að nýta sérstöðu Íslands til framleiðslu á rafhlöðum eða rafhlöðupörtum s.s. til að þjónusta rafbílaframleiðendur um heim allan.
Það er nærtækt að hugsa um hönnun þegar kemur að mannvirkjagerð en hönnun er líka nýsköpun og aðferð til að ná fram breytingum í þágu lífsgæða, umhverfis og atvinnulífs.
Getum orðið óháð jarðefnaeldsneyti fyrst þjóða.
Breytingar á orkukerfi heimsins eru í lykilhlutverki í baráttunni við loftslagsvána og bylting þarf að verða á lífsstíl fólks, neyslu og hegðun.
Orkuverð til stóriðjunnar er samkeppnishæft við önnur lönd og samdrátt undanfarinna mánuða má rekja til heimsfaraldurs, en ekki raforkuverðs. Fjöllum rétt og af sanngirni um stærstu viðskiptasamninga, sem gerðir eru fyrir hönd landsmanna.
Opinn, rafrænn fundur miðvikudaginn 27. janúar kl. 9-10
Það kemur bæði Landsvirkjun og stóriðjunni vel ef verð á málmum helst svipað og nú er.