Fullvíst er talið að tveir erlendir vísindasjóðir leggi fram fjármuni sem nema um 260 milljónum króna til íslenska djúpborunarverkefnisins. Þetta kom fram í ræðu Friðriks Sophussonar framkvæmdastjóra Landsvirkjunar á ársfundi fyrirtækisins í dag. Friðrik flutti skýrslu um starfsemi fyrirtækisins og greindi einnig frá mælingum á afkomu jökla.