Héraðsdómur hefur sýknað Landsvirkjun og ríkið í máli Náttúruverndarsamtaka Íslands og fleiri sem kröfðust þess að úrskurður umhverfisráðherra um Kárahnjúkavirkjun yrði felldur úr gildi.
Landsvirkjun kynnir skýrslur um mat á umhverfisáhrifum virkjana í Þjórsá við Urriðafoss og Núp í opnu húsi í Brautarholti á Skeiðum, að Laugalandi í Holtum og í stjórnstöð Landsvirkjunar í Reykjavík.
Landsvirkjun hefur á undanförnum misserum unnið að mati á umhverfisáhrifum vegna virkjunaráforma í neðsta hluta Þjórsár. Annars vegar er um að ræða virkjun Þjórsár við Núp og hins vegar við Urriðafoss.
Landsvirkjun ráðgerir að reisa í áföngum allt að 90 MW jarðvarmavirkjun, í Bjarnarflagi í Skútustaðahreppi í Suður-Þingeyjarsýslu. Hver áfangi yrði af stærðinni 20-40 MW. Á þessari síðu er hægt að kynna sér framkvæmdina og lesa drög að tillögu að matsáætlun hennar.
Tveggja daga ráðstefna um vetni og endurnýjanlega orkugjafa verður haldin í Reykjavík dagana 24. og 25. apríl
Árlegur samráðsfundur Landsvirkjunar var haldinn í dag. Á fundinum var Kárahnjúkavirkjun í miðpunkti. Kynntir voru ýmsir þættir framkvæmdarinnar og sýndar voru þrívíddarmyndir af fyrirhuguðum framkvæmdum.
Stjórn Landsvirkjunar hefur samþykkt að ganga til samninga við Saga Film vegna heimildaþátta sem gerðir verða um Kárahnjúkavirkjun.
Í deilum um Kárahnjúkavirkjun hefur nokkuð verið fjallað um jarðfræði svæðisins og hefur verið fullyrt að enn sé eldvirkni á svæðinu. Í Morgunblaðinu í dag fjalla jarðfræðingarnir Ágúst Guðmundsson og Jóhann Helgason um svæðið og er niðurstaða þeirra meðal annars að Kárahnjúkar geti ekki talist þróað eldfjall.
Landsvirkjun og ítalska verktakafyrirtækið Impregilo undirrituðu í dag samninga um byggingu Kárahnjúkastíflu og gerð aðrennslisganga virkjunarinnar.
Yfir þúsund manns fylgdust með undirituninni sem fór fram á Reyðarfirði á laugardaginn. Sjálf undirritunin tók um 40 mínútur enda voru samningarnir 14 talsins, sumir bæði á íslensku og ensku og skjölin alls 42.
Við leitum eftir samstarfi við félagasamtök, sveitarfélög og stofnanir sem ætla að vinna að verkefnum á sviði umhverfismála eða ferðamála í sumar.
Á árinu 2002 var hagnaður á rekstri Landsvirkjunar 5.729 milljónir króna, samanborið við 1.839 milljóna króna tap árið á undan.
Í lok janúar 2003 auglýsti Landsvirkjun eftir aðilum til að gera kvikmynd um Kárahnjúkaverkefnið. Alls bárust 32 umsóknir. Fjölmargar voru afar vandaðar og valið erfitt. Því miður reyndist nauðsynlegt að hafna mörgum hæfum umsækjendum.
Landsvirkjun hefur að undanförnu skoðað úrskurð setts umhverfisráðherra um Norðlingaöldu með tilliti til arðsemi verkefnisins.
Að undangengnu forvali hafa sex fyrirtæki verið samþykkt til til að taka þátt í útboði fyrir vél- og rafbúnað Kárahnjúkavirkjunar.
Ítalska verktakafyrirtækið Impregilo, sem átti lægsta tilboð í gerð stíflumannvirki Kárahnjúkavirkjunar og aðrennslisgöng hennar, hefur nú opnað skrifstofu á Íslandi.
Nú er hægt að nálgast upplýsingar um miðlunarforða Landsvirkjuar og vatnshæðir í nokkrum miðlunarlónum hér á vef Landsvirkjunar.
Viðbrögð við auglýsingu Landsvirkjunar hafa verið mikil og jákvæð meðal kvikmyndagerðarmanna. Fram hafa komið nokkrar fyrirspurnir um verkefnið og hvernig valið verður úr umsækjendum um að fá það.
Á fundi í morgun samþykkti stjórn Landsvirkjunar að heimila forstjóra fyrirtækisins að undirrita og afhenda ítalska verktakafyrirtækinu Impregilo veitingabréf fyrir gerð Kárahnjúkastíflu og aðveituganga Kárahnjúkavirkjunar.
Landsvirkjun óskar eftir kvikmyndagerðarmanni eða fyrirtæki til að gera mynd um byggingu Kárahnjúkavirkjunar þar sem sjálfstæð og skapandi efnistök yrðu í fyrirrúmi og litið yrði til framkvæmdarinnar í víðu samhengi.
Landsvirkjun og Norðurál hafa gert milli sín samkomulag um að aflétta trúnaði af rafmagnssamningum milli fyrirtækjanna tveggja. Það er von okkar að birtingin styðji við og auki opinbera og opna umræðu um orkumál á Íslandi.
Tveir nýir framkvæmdastjórar hafa verið ráðnir til starfa hjá Landsvirkjun, þær Ásbjörg Kristinsdóttir og Jóna Bjarnadóttir.
Forstjóri Landsvirkjunar ritaði í gær, 23. febrúar, undir viljayfirlýsingu fyrir hönd fyrirtækisins um að ganga til viðræðna um kaup ríkisins á hlut Landsvirkjunar í Landsneti hf. Breyting á eignarhaldi Landsnets hefur verið í bígerð um nokkurt skeið.
Afkoma litast af heimsfaraldrinum.
Landsvirkjun og Rio Tinto á Íslandi hafa samþykkt viðauka við raforkusamning fyrirtækjanna frá árinu 2010. Samkomulagið rennir styrkari stoðum undir samkeppnishæfni álversins í Straumsvík við áframhaldandi starfsemi þess.
Hafin er undirbúningur að orkuskiptum í Bolungarvíkurhöfn.
Á fjórtán starfsárum sjóðsins hefur hann veitt styrki að upphæð 788 milljónir króna.
Þegar fullyrðingar eru hraktar með rökum er ekki vænlegt til árangurs að halda þeim til streitu.
Við höfum opnað fyrir umsóknir um sumarstörf fyrir ungmenni og nema.
Búrfellslundur hefur verið endurhannaður og sjónræn truflun af vindmyllum þar minnkuð mjög mikið.
Ísland verður laust við bensín og olíur eftir 30 ár, gangi Orkustefna til ársins 2050 eftir.
Orkugeirinn er gríðarlega spennandi starfsvettvangur fyrir ungt fólk til að stefna á.
Áhugaverð tækifæri eru fólgin í því að nýta sérstöðu Íslands til framleiðslu á rafhlöðum eða rafhlöðupörtum s.s. til að þjónusta rafbílaframleiðendur um heim allan.
Það er nærtækt að hugsa um hönnun þegar kemur að mannvirkjagerð en hönnun er líka nýsköpun og aðferð til að ná fram breytingum í þágu lífsgæða, umhverfis og atvinnulífs.
Getum orðið óháð jarðefnaeldsneyti fyrst þjóða.
Breytingar á orkukerfi heimsins eru í lykilhlutverki í baráttunni við loftslagsvána og bylting þarf að verða á lífsstíl fólks, neyslu og hegðun.
Orkuverð til stóriðjunnar er samkeppnishæft við önnur lönd og samdrátt undanfarinna mánuða má rekja til heimsfaraldurs, en ekki raforkuverðs. Fjöllum rétt og af sanngirni um stærstu viðskiptasamninga, sem gerðir eru fyrir hönd landsmanna.
Opinn, rafrænn fundur miðvikudaginn 27. janúar kl. 9-10
Það kemur bæði Landsvirkjun og stóriðjunni vel ef verð á málmum helst svipað og nú er.