Tvær nýjar brýr yfir Þjórsá, sem nú eru í bígerð í tengslum við virkjanaframkvæmdir, munu hafa mikla þýðingu fyrir samgöngur og ferðaþjónustu á svæðinu.
Nokkurs misskilnings hefur gætt í umræðu um kostnaðarverð á orku Landsvirkjunar, m.a. í grein á vefmiðlinum Miðjunni fyrir helgi.
Vel viðunandi afkoma á fyrsta ársfjórðungi, í krefjandi ytri aðstæðum.
Mbl.is birti nýverið frétt og viðtal við Stefaníu Guðrúnu Halldórsdóttur, framkvæmdastjóra markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs, í kjölfar greinar sem hún skrifaði um tímabundna lækkun raforkuverðs til stórnotenda.
Landsvirkjun úthlutaði 58 milljónum króna úr Orkurannsóknasjóði fyrirtækisins í ár til margvíslegra verkefna á sviði umhverfis- og orkumála. Þetta var í þrettánda sinn sem úthlutað var úr sjóðnum, en alls hefur hann veitt styrki að upphæð 728 milljónir króna.
Stjórn Landsvirkjunar samþykkti nýja arðgreiðslustefnu á fundi sínum 20. apríl 2020. Markmið með nýrri stefnu er að eigandi fyrirtækisins, íslenska ríkið, fái eðlilegan arð af eign sinni í Landsvirkjun, en um leið að fyrirtækið viðhaldi nauðsynlegum fjárhagslegum styrkleika til að sinna skyldum sínum og hlutverki sem leiðandi orkufyrirtæki á íslenskum raforkumarkaði.
Viðskiptavinir Landsvirkjunar á stórnotendamarkaði munu njóta sérstakra kjara í 6 mánuði, frá 1. maí til 31. október 2020. Öllum stórnotendum, sem greiða yfir kostnaðarverði Landsvirkjunar, býðst að lækka raforkuverð niður í kostnaðarverðið. Þannig sýnir Landsvirkjun stuðning sinn í verki á þessum óvenjulegu tímum.
50 ár frá vígslu Búrfellsstöðvar.
Landsvirkjun mun nýta heimild til þess greiða upp skuldabréf að fjárhæð 50 milljónir dollara þann 28. október næstkomandi.
Sókn Landsvirkjunar í þágu atvinnulífsins.
Jónas Þór Guðmundsson endurkjörinn stjórnarformaður.
Landsvirkjun og MýSilica semja um uppbyggingu og nýsköpun við Mývatn.
Yfirlýsing vegna fréttar Morgunblaðsins um málefni Landsvirkjunar og Rio Tinto.
Öll raforkuvinnsla Landsvirkjunar, á fimm starfssvæðum fyrirtækisins, gengur eftir áætlun.
Innrennsli í miðlanir Landsvirkjunar hefur verið mjög slakt í vetur.
Ragnhildur, Steinunn og Birna ganga til liðs við Landsvirkjun.
Skuldabréfaútgáfunni var mjög vel tekið og var umframeftirspurn margföld.
Orkusýningu Landsvirkjunar í Ljósafossstöð við Sogið verður lokað tímabundið vegna COVID-19.
Fundurinn átti að fara fram á Hilton Reykjavik Nordica á morgun, fimmtudaginn 5. mars.
Ársskýrsluna er að finna á slóðinni arsskyrsla2019.landsvirkjun.is.
Getum orðið óháð jarðefnaeldsneyti fyrst þjóða.
Breytingar á orkukerfi heimsins eru í lykilhlutverki í baráttunni við loftslagsvána og bylting þarf að verða á lífsstíl fólks, neyslu og hegðun.
Orkuverð til stóriðjunnar er samkeppnishæft við önnur lönd og samdrátt undanfarinna mánuða má rekja til heimsfaraldurs, en ekki raforkuverðs. Fjöllum rétt og af sanngirni um stærstu viðskiptasamninga, sem gerðir eru fyrir hönd landsmanna.
Opinn, rafrænn fundur miðvikudaginn 27. janúar kl. 9-10
Það kemur bæði Landsvirkjun og stóriðjunni vel ef verð á málmum helst svipað og nú er.
Þetta er sjötta skiptið í röð sem fyrirtækið nær þessum áfanga.
Þrátt fyrir litla úrkomu og kuldatíð á hálendinu stendur orkukerfi Landsvirkjunar vel og er ekki útlit fyrir takmarkanir á raforkuafhendingu á yfirstandandi vetri.
Við höfum alla burði að verða meðal fyrstu ríkja, jafnvel fyrst ríkja, til að losa okkur alveg við jarðefnaeldsneyti. Ísland getur leitt þessa þróun og Landsvirkjun, orkufyrirtæki þjóðarinnar, er reiðubúin til að gegna leiðtogahlutverki í slíkri byltingu.
Til hamingju með endurnýjaða skíðalyftu, Mývetningar!
Heildarásýnd Landsvirkjunar hefur verið uppfærð og ekkert var látið ósnert. Litir, letur, tónn, hreyfingar, hljóð . . . allt hefur verið yfirfarið og endurhannað af kostgæfni í samstarfi við hönnunarstofuna Kolofon.
Við erum að smíða göngu- og reiðbrú yfir Þjórsá, rétt fyrir ofan Þjófafoss. Brúargólfið og gólf brúarinnar verður úr alíslensku límtré, sem unnið er úr greni
Samstarfsverkefni um orkuskipti og orkutengda nýsköpun.
Verkefni sem hafa breiða samfélagslega skírskotun og möguleika á að hafa jákvæð áhrif á íslenskt samfélag.
Elvar Magnússon hefur verið ráðinn í stöðu viðhaldsstjóra á Mývatnssvæðinu og mun hann hefja störf í byrjun árs.
Kærar þakkir, öll þið sem sátuð opna fundinn okkar í morgun um frændur vora og Fraunhofer, eins og viðburðurinn kallaðist.
Landsvirkjun er talin leiðandi í loftslagsmálum á heimsvísu. Þetta staðfestu alþjóðlegu samtökin CDP þegar Landsvirkjun fékk einkunnina A- fyrir stýringu eigin loftslagsáhrifa og afleiðinga loftslagsbreytinga á starfsemi fyrirtækisins. Samtökin stuðla að samræmdri og faglegri upplýsingagjöf um umhverfismál, ásamt því að veita endurgjöf og hvetja til stöðugra umbóta.
Allt að fimm fyrirtæki verða valin til þátttöku í tíu vikna viðskiptahraðal Orkídeu, sem hefur göngu sína snemma á næsta ári. Opnað hefur verið fyrir umsóknir í viðskiptahraðalinn, Startup Orkídea, en hægt er að sækja um þátttöku á vefsíðunni startuporkidea.is fram til 17. janúar nk.
Tímamörk fyrir innkaup á raforku á heildsölumarkaði hafa verið afnumin og geta viðskiptavinir Landsvirkjunar nú óskað eftir að gera samninga hvenær sem er ársins. Áður voru samningar bundnir við almanaksárið að stórum hluta. Rafræni þáttur viðskiptanna verður einnig styrktur og geta nú viðskiptavinir í heildsölu gert samninga allt að 18 mánuði fram í tímann í gegnum viðskiptavef Landsvirkjunar, sem auðveldar viðskiptin um leið og aðgengi að upplýsingum um verð batnar til muna.
Efnahagsástandið setur mark sitt á reksturinn en nettó skuldir lækka þó áfram.