Jóhannes Geir Sigurgeirsson, stjórnarformaður Landsvirkjunar, sendi í gær frá sér yfirlýsingu þar sem hann skýrir frekar tiltekin ummæli sín á samráðsfundi fyrirtækisins fyrir helgi og dregur þau til baka. Tilefnið eru harkaleg viðbrögð forystumanna Rafiðnaðarsambandsins og Náttúruverndarsamtakanna.