Norræni uppboðsmarkaðurinn með raforku, Nord Pool, var stofnaður árið 1996 og hefur síðan þá verið einn virkasti slíki markaður í heimi. Þegar talað er um Nord Pool í daglegu tali er verið að vísa til meðalraforkuverðs í Noregi, Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi, en markaðurinn teygir þó anga sína víðar og nær í dag til 21 lands. Orkunotkun á Nord Pool svæðinu nemur alls um 400 TWst á ári. Verð er fest til eins árs á fjórðungi þess magns í gegnum fjármálasamninga og um 1/8 tvö ár fram í tímann samkvæmt greiningu sem danska fyrirtækið Copenhagen Economics gerði. Viðskipti eru mjög lítil lengra fram í tímann, t.d. er aðeins búið að semja um verð til 5 ára á magni sem jafngildir tæplega einni Kárahnjúkavirkjun eða um 1% af markaðnum.