Landsvirkjun og Norðurþing ætla að greina möguleikana á að þróa áfram iðnaðarsvæðið á Bakka sem vistvænan iðngarð (e. eco-industrial park). Jafnframt verður skoðað hvernig ólíkar iðngreinar geta stutt við frekari uppbyggingu orkuháðrar atvinnustarfsemi á svæðinu. Norðurþing leggur mikla áherslu á að frekari atvinnuuppbygging á Bakka hafi sjálfbærni að leiðarljósi og styðji við jákvæða samfélagslega og efnahagslega þróun svæðisins.