Stjórn Landsvirkjunar samþykkti nýja arðgreiðslustefnu á fundi sínum 20. apríl 2020. Markmið með nýrri stefnu er að eigandi fyrirtækisins, íslenska ríkið, fái eðlilegan arð af eign sinni í Landsvirkjun, en um leið að fyrirtækið viðhaldi nauðsynlegum fjárhagslegum styrkleika til að sinna skyldum sínum og hlutverki sem leiðandi orkufyrirtæki á íslenskum raforkumarkaði.