Að gefnu tilefni vill Landsvirkjun benda þeim sem hyggja á ferðir inn á Snæfellsöræfi á að hættulegt er að fara út á ísinn á Hálslóni og að fólki er ráðið frá því að reyna að fara yfir Kárahnjúkastíflu. Þar er fannfergi mikið og hætta á snjóflóðum og hruni úr Kárahnjúk.