Landsvirkjun og Norðurál hafa gert milli sín samkomulag um að aflétta trúnaði af rafmagnssamningum milli fyrirtækjanna tveggja. Það er von okkar að birtingin styðji við og auki opinbera og opna umræðu um orkumál á Íslandi.
Tveir nýir framkvæmdastjórar hafa verið ráðnir til starfa hjá Landsvirkjun, þær Ásbjörg Kristinsdóttir og Jóna Bjarnadóttir.
Forstjóri Landsvirkjunar ritaði í gær, 23. febrúar, undir viljayfirlýsingu fyrir hönd fyrirtækisins um að ganga til viðræðna um kaup ríkisins á hlut Landsvirkjunar í Landsneti hf. Breyting á eignarhaldi Landsnets hefur verið í bígerð um nokkurt skeið.
Afkoma litast af heimsfaraldrinum.
Landsvirkjun og Rio Tinto á Íslandi hafa samþykkt viðauka við raforkusamning fyrirtækjanna frá árinu 2010. Samkomulagið rennir styrkari stoðum undir samkeppnishæfni álversins í Straumsvík við áframhaldandi starfsemi þess.
Hafin er undirbúningur að orkuskiptum í Bolungarvíkurhöfn.
Á fjórtán starfsárum sjóðsins hefur hann veitt styrki að upphæð 788 milljónir króna.
Þegar fullyrðingar eru hraktar með rökum er ekki vænlegt til árangurs að halda þeim til streitu.
Við höfum opnað fyrir umsóknir um sumarstörf fyrir ungmenni og nema.
Búrfellslundur hefur verið endurhannaður og sjónræn truflun af vindmyllum þar minnkuð mjög mikið.
Ísland verður laust við bensín og olíur eftir 30 ár, gangi Orkustefna til ársins 2050 eftir.
Orkugeirinn er gríðarlega spennandi starfsvettvangur fyrir ungt fólk til að stefna á.
Áhugaverð tækifæri eru fólgin í því að nýta sérstöðu Íslands til framleiðslu á rafhlöðum eða rafhlöðupörtum s.s. til að þjónusta rafbílaframleiðendur um heim allan.
Það er nærtækt að hugsa um hönnun þegar kemur að mannvirkjagerð en hönnun er líka nýsköpun og aðferð til að ná fram breytingum í þágu lífsgæða, umhverfis og atvinnulífs.
Getum orðið óháð jarðefnaeldsneyti fyrst þjóða.
Breytingar á orkukerfi heimsins eru í lykilhlutverki í baráttunni við loftslagsvána og bylting þarf að verða á lífsstíl fólks, neyslu og hegðun.
Orkuverð til stóriðjunnar er samkeppnishæft við önnur lönd og samdrátt undanfarinna mánuða má rekja til heimsfaraldurs, en ekki raforkuverðs. Fjöllum rétt og af sanngirni um stærstu viðskiptasamninga, sem gerðir eru fyrir hönd landsmanna.
Opinn, rafrænn fundur miðvikudaginn 27. janúar kl. 9-10
Það kemur bæði Landsvirkjun og stóriðjunni vel ef verð á málmum helst svipað og nú er.
Í hlýindunum síðustu vikur hefur verið mikið innrennsli í Hálslón frá Brúarjökli. Undanfarna viku hefur innrennslið inn í lónið verið um það bil 33 milljón rúmmetrar á sólahring sem jafngildir að meðaltali innrennsli upp á rúma 380 rúmmetra á sekúndu. Þar af renna svo um 120 rúmmetrar á sekúndu til Fljótsdalsstöðvar til orkuframleiðslu.
Landsvirkjun hefur ákveðið að halda áfram nú þegar framkvæmdum við Búðarhálsvirkjun. Fyrstu útboðsgögn vegna framkvæmdanna verða send út 11. ágúst næstkomandi.
Hafið er matsferli vegna fyrirhugaðrar Kröfluvirkjunar II, í Skútustaðahreppi í Þingeyjarsýslu. Landsvirkjun fyrirhugar að reisa þar allt að 150 MWe jarðhitavirkjun, til viðbótar við núverandi 60 MWe Kröflustöð I.
Vegna umræðu um meint fyrirhuguð áform Landsvirkjunar um nýtingu Jökulsár á Fjöllum er rétt að taka fram að virkjun árinnar er ekki á dagskrá fyrirtækisins.
Raforkuvinnsla í Sultartangastöð liggur niðri til ágústloka verður rekin með hálfum afköstum fram undir áramót.
Umferð almennings hefur verið leyfð um Kárahnjúkastíflu frá deginum í dag, 15. júlí, til 15. ágúst í sumar.
Samvinnunefnd miðhálendisins sendir frá sér fréttatilkynningu vegna umræðu um Þjórsárver og Norðlingaölduveitu.
Alcoa og Landsvirkjun munu á næstunni taka upp formlegar viðræður um orkukaup vegna álvers á Bakka. Stefnt er að því að viðræðunum ljúki fyrir árslok 2009.
Hjá Landsvirkjun hafa nú verið unnin leiðbeiningarskjöl sem lýsa þeim kröfum sem gerðar eru til verktaka og þjónustuaðila vegna umhverfismála og mála er varða öryggis-, heilbrigðis- og vinnuumhverfi (ÖHU).
Alcoa og Landsvirkjun undirrituðu í gær samkomulag um að Alcoa styrki borun fyrstu borholunnar við Kröflu í íslenska djúpborunarverkefninu.
Í gær undirrituðu samstarfsaðilar um djúpboranir á Íslandi samning við StatoilHydro um aðkomu þeirra að djúpborunarverkefninu (IDDP).
Í ár eru 100 ár liðin frá fæðingu Sigurjóns Ólafssonar myndhöggvara. Af því tilefni hafa Listasafn Sigurjón Ólafssonar og Landsvirkjun með sér samstarf um að minnast hans og listar hans með verðugum hætti.
Steingrímur Eyfjörð var fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum 2007 með sýninguna „Lóan er komin“.
Miklar verðhækkanir hafa átt sér stað að undanförnu í íslensku efnahagslífi. Verðbólga hefur t.d. ekki mælst jafn há í 18 ár og gengi íslensku krónunnar hefur veikst verulega. Vegna þessa telur Landsvirkjun eðlilegt að fresta hluta af samningsbundnum verðhækkunum á raforku.
Í kjölfar jarðskjálftans sem átti upptök sín undir Ingólfsfjalli fimmtudaginn 29.maí var ástand virkjanamannvirkja í Soginu, Steingrímsstöð, Ljósafossstöð og Írafossstöð, skoðað og einnig ástand Búrfellsstöðvar og mannvirkja þar í kring.
Hvað á Búrfellsstöð sameiginlegt með flugskýli í Austurríki, sundlaug í Frakklandi og kolanámu í Þýskalandi? Svarið er að á þessum stöðum er kjörið að njóta menningarviðburða og listsýninga.
Landsvirkjun og Háskóli Íslands undirrituðu nýlega samning um stöðu gestaprófessors við verkfræðideild Háskóla Íslands.
Rafmagnsverkfræðingarnir Árni Benediktsson, hjá Landsvirkjun og Þór Jes Þórisson, hjá Símanum voru sæmdir viðurkenningunni „rafmagnsverkfræðingur ársins” síðastliðinn föstudag.
Landsvirkjun kynnir áform um að reisa allt að 150 MWe jarðhitavirkjun við Kröflu, Kröfluvirkjun II, í Skútustaðahreppi í Þingeyjarsýslu.
Í Fréttablaðinu í gær komu fram afar villandi ummæli um áform Landsvirkjunar um gerð flóðvars í Þúfuversstíflu í friðlandi Þjórsárvera. Hér koma fram nokkur atriði sem skýra tilgang þessarar aðgerðar