Landsvirkjun og Norðurál hafa gert milli sín samkomulag um að aflétta trúnaði af rafmagnssamningum milli fyrirtækjanna tveggja. Það er von okkar að birtingin styðji við og auki opinbera og opna umræðu um orkumál á Íslandi.
Tveir nýir framkvæmdastjórar hafa verið ráðnir til starfa hjá Landsvirkjun, þær Ásbjörg Kristinsdóttir og Jóna Bjarnadóttir.
Forstjóri Landsvirkjunar ritaði í gær, 23. febrúar, undir viljayfirlýsingu fyrir hönd fyrirtækisins um að ganga til viðræðna um kaup ríkisins á hlut Landsvirkjunar í Landsneti hf. Breyting á eignarhaldi Landsnets hefur verið í bígerð um nokkurt skeið.
Afkoma litast af heimsfaraldrinum.
Landsvirkjun og Rio Tinto á Íslandi hafa samþykkt viðauka við raforkusamning fyrirtækjanna frá árinu 2010. Samkomulagið rennir styrkari stoðum undir samkeppnishæfni álversins í Straumsvík við áframhaldandi starfsemi þess.
Hafin er undirbúningur að orkuskiptum í Bolungarvíkurhöfn.
Á fjórtán starfsárum sjóðsins hefur hann veitt styrki að upphæð 788 milljónir króna.
Þegar fullyrðingar eru hraktar með rökum er ekki vænlegt til árangurs að halda þeim til streitu.
Við höfum opnað fyrir umsóknir um sumarstörf fyrir ungmenni og nema.
Búrfellslundur hefur verið endurhannaður og sjónræn truflun af vindmyllum þar minnkuð mjög mikið.
Ísland verður laust við bensín og olíur eftir 30 ár, gangi Orkustefna til ársins 2050 eftir.
Orkugeirinn er gríðarlega spennandi starfsvettvangur fyrir ungt fólk til að stefna á.
Áhugaverð tækifæri eru fólgin í því að nýta sérstöðu Íslands til framleiðslu á rafhlöðum eða rafhlöðupörtum s.s. til að þjónusta rafbílaframleiðendur um heim allan.
Það er nærtækt að hugsa um hönnun þegar kemur að mannvirkjagerð en hönnun er líka nýsköpun og aðferð til að ná fram breytingum í þágu lífsgæða, umhverfis og atvinnulífs.
Getum orðið óháð jarðefnaeldsneyti fyrst þjóða.
Breytingar á orkukerfi heimsins eru í lykilhlutverki í baráttunni við loftslagsvána og bylting þarf að verða á lífsstíl fólks, neyslu og hegðun.
Orkuverð til stóriðjunnar er samkeppnishæft við önnur lönd og samdrátt undanfarinna mánuða má rekja til heimsfaraldurs, en ekki raforkuverðs. Fjöllum rétt og af sanngirni um stærstu viðskiptasamninga, sem gerðir eru fyrir hönd landsmanna.
Opinn, rafrænn fundur miðvikudaginn 27. janúar kl. 9-10
Það kemur bæði Landsvirkjun og stóriðjunni vel ef verð á málmum helst svipað og nú er.
Landsvirkjun hefur tekið aftur til skoðunar áform um byggingu Búðarhálsvirkjunar. Á sínum tíma voru áform um byggingu virkjunarinnar lögð til hliðar.
HydroKraft Invest hf. sem er í eigu Landsvirkjunar og Landsbankans Vatnsafls hefur það að markmiði að fjárfesta í umbreytingarverkefnum og nýframkvæmdum á sviði endurnýjanlegrar orku.
Að undanförnu hafa staðið yfir viðræður um fjárhagslega stöðu Arnarfells. Er niðurstaðan sú að Landsvirkjun mun nú yfirtaka þau verk sem Arnarfell hefur umsjón með.
Landsvirkjun hefur uppfært arðsemismat vegna Kárahnjúkavirkjunar sem stuðst var við þegar ákvörðun var tekin í árslok 2002 um samninga við Alcoa og byggingu virkjunarinnar.
Með stuttu millibili hafa báðir vélaspennar Sultartangastöðvar bilað vegna skemmda á einangrun háspennuvafs.
Ár hvert auglýsir Landsvirkjun fjölbreytt störf í sumarvinnu fyrir unglinga og háskólanema.
Landsvirkjun stofnaði fyrirtækið sem nú hefur fengið nafnið Landsvirkjun Power ehf. (LP) undir nafninu Landsvirkjun Invest 1. mars 2007. Formlegur rekstur fyrirtækisins hefst 1. janúar 2008.
Landsvirkjun og Becromal á Íslandi hf hafa undirritað viljayfirlýsingu um viðræður vegna raforkukaupa til hreinkísilverksmiðju og munu þær viðræður standa yfir a.m.k. til loka janúar.
Athugasemdir ríkisendurskoðunar við samkomulag Landsvirkjunar og ríkisvaldsins frá 9. maí sl. breyta ekki því meginatriði sem felst í samkomulaginu, að Landsvirkjun hafi heimild til að ræða og semja við landeigendur á grundvelli Títan-samninganna.
Haft var eftir Árna Gunnarssyni verkfræðingi á verkfræði- og framkvæmdasviði í Morgunblaðinu í morgun að hola 36 í Kröflu væri ærandi. Opnað var fyrir holuna í gær og hún látin blása.
Bandaríska útvarpsstöðin NPR sendir þessa dagana út þætti um loftslagsmál og hlýnun jarðar. Af því tilefni voru fjórir þættir gerðir um Ísland. Bjarni Pálsson verkfræðingur hjá Landsvirkjun kemur við sögu í tveimur þáttum.
Í þessu nýja tölublaði er meðal annars fjallað um lækkun Heiðarlóns, sölu orku frá fyrirhuguðum virkjunum, grunnvatns- og jarðfræðirannsóknum, gerð áhættumats og samninga við landeigendur.
Þeistareykir ehf., sem er sameignarfyrirtæki Orkuveitu Húsavíkur, Norðurorku, Landsvirkjunar, Aðaldælahrepps og Reykdælahrepps, hafa lagt fram drög að matsáætlun vegna fyrirhugaðrar Þeistareykjavirkjunar.
Vegna flutningstakmarkana í flutningskerfi Landsnets frá Norður- og Austurlandi til Suður- og Vesturlands hefur Landsnet gripið til þess að takmarka afhendingu á ótryggðu rafmagni sunnan- og vestanlands.
Þann 28. nóvember var vetnisstöðin við Vesturlandsveg formlega opnuð aftur eftir breytingar að viðstöddum ráðherra iðnaðarmála. Er hún fyrsta vetnisstöð á byggðu bóli sem opin er almenningi.
Kárahnjúkavirkjun verður formlega gangsett í dag kl. 13:30. Þar sem flugsamgöngur fóru úr skorðum í dag vegna veðurs fer gangsetningin samtímis fram í stöðvarhvelfingu Fljótsdalsstöðvar og í Reykjavík.
Landsvirkjun gaf út í sl. viku skuldabréf að fjárhæð 75 milljónir Bandaríkjadala undir EMTN rammasamningi fyrirtækisins (e. European Medium Term Notes), sem svarar til um 4,5 milljarða króna.
Kárahnjúkavirkjun var formlega gangsett í dag að viðstöddum fjölda gesta í Fljótsdalsstöð og á Nordica hóteli í Reykjavík, þar á meðal Árna M. Mathiesen fjármálaráðherra og Össuri Skarphéðinssyni iðnaðarráðherra.
Dagana 11. til 15. nóvember 2007 var haldið í Rómarborg heimsþing um orkumál (World Energy Congress). Þetta var 20. heimsþing Alþjóðaorkuráðsins (World Energy Council, WEC) en þau eru haldin á þriggja ári fresti.
Kristján L. Möller, samgönguráðherra, afhenti í gær Landsvirkjun íslensku gæðaverðlaunin. Örn Marinósson, staðgengill forstjóra, tók við þeim fyrir okkar hönd við hátíðlega athöfn.