Landsvirkjun og Norðurál hafa gert milli sín samkomulag um að aflétta trúnaði af rafmagnssamningum milli fyrirtækjanna tveggja. Það er von okkar að birtingin styðji við og auki opinbera og opna umræðu um orkumál á Íslandi.
Tveir nýir framkvæmdastjórar hafa verið ráðnir til starfa hjá Landsvirkjun, þær Ásbjörg Kristinsdóttir og Jóna Bjarnadóttir.
Forstjóri Landsvirkjunar ritaði í gær, 23. febrúar, undir viljayfirlýsingu fyrir hönd fyrirtækisins um að ganga til viðræðna um kaup ríkisins á hlut Landsvirkjunar í Landsneti hf. Breyting á eignarhaldi Landsnets hefur verið í bígerð um nokkurt skeið.
Afkoma litast af heimsfaraldrinum.
Landsvirkjun og Rio Tinto á Íslandi hafa samþykkt viðauka við raforkusamning fyrirtækjanna frá árinu 2010. Samkomulagið rennir styrkari stoðum undir samkeppnishæfni álversins í Straumsvík við áframhaldandi starfsemi þess.
Hafin er undirbúningur að orkuskiptum í Bolungarvíkurhöfn.
Á fjórtán starfsárum sjóðsins hefur hann veitt styrki að upphæð 788 milljónir króna.
Þegar fullyrðingar eru hraktar með rökum er ekki vænlegt til árangurs að halda þeim til streitu.
Við höfum opnað fyrir umsóknir um sumarstörf fyrir ungmenni og nema.
Búrfellslundur hefur verið endurhannaður og sjónræn truflun af vindmyllum þar minnkuð mjög mikið.
Ísland verður laust við bensín og olíur eftir 30 ár, gangi Orkustefna til ársins 2050 eftir.
Orkugeirinn er gríðarlega spennandi starfsvettvangur fyrir ungt fólk til að stefna á.
Áhugaverð tækifæri eru fólgin í því að nýta sérstöðu Íslands til framleiðslu á rafhlöðum eða rafhlöðupörtum s.s. til að þjónusta rafbílaframleiðendur um heim allan.
Það er nærtækt að hugsa um hönnun þegar kemur að mannvirkjagerð en hönnun er líka nýsköpun og aðferð til að ná fram breytingum í þágu lífsgæða, umhverfis og atvinnulífs.
Getum orðið óháð jarðefnaeldsneyti fyrst þjóða.
Breytingar á orkukerfi heimsins eru í lykilhlutverki í baráttunni við loftslagsvána og bylting þarf að verða á lífsstíl fólks, neyslu og hegðun.
Orkuverð til stóriðjunnar er samkeppnishæft við önnur lönd og samdrátt undanfarinna mánuða má rekja til heimsfaraldurs, en ekki raforkuverðs. Fjöllum rétt og af sanngirni um stærstu viðskiptasamninga, sem gerðir eru fyrir hönd landsmanna.
Opinn, rafrænn fundur miðvikudaginn 27. janúar kl. 9-10
Það kemur bæði Landsvirkjun og stóriðjunni vel ef verð á málmum helst svipað og nú er.
Landsvirkjun og Norðurál hafa undirritað samkomulag um að Landsvirkjun afhendi álverinu á Grundartanga rafmagn til skamms tíma á árunum 2007 og 2008.
Á fyrstu sex mánuðum ársins 2007 var hagnaður af rekstri Landsvirkjunar 19.132 milljónir króna. Rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsliði og skatta (EBIT) var 5.469 milljónir króna og handbært fé frá rekstri nam 4.026 milljónum króna.
Sérstök matsnefnd kvað í dag upp þann úrskurð, á Hótel Héraði á Egilsstöðum, að vatnsréttareigendur í við Jökulsá á Dal, Jökulsá í Fljótsdal og Kelduá skuli fá alls 1,6 milljarða króna fyrir vatnsréttindi vegna Kárahnjúkavirkjunar.
Samningurinn tryggir Becromal kaup á 75 MW afli frá Landsvirkjun. Ekki er nauðsynlegt að virkja vegna orkusölunnar.
VistOrka, sem er stærsti hluthafinn í íslenskri NýOrku, fékk nýlega afhenta 10 Toyota Prius vetnistvinnbifreiðar. Landsvirkjun hefur ákveðið að kaupa tvær þessara bifreiða.
Þann 21. október 2008 eru liðin 100 ár frá fæðingu Sigurjóns Ólafssonar og þá verða einnig liðin 20 ár frá opnun safns hans í Laugarnesi.
Fyrsta skrefið í innleiðingu vetnisfólksbíla á Íslandi var tekið í dag þegar Friðrik Sophusson og Guðmundur Þóroddsson tóku við vetnisbíl frá DaimlerChrysler fyrir hönd Landsvirkjunar og Orkuveitu Reykjavíkur.
Samkvæmt skýrslu sem Price Waterhouse Coopers í Belgíu gerði fyrir Fjárfestingastofuna í samvinnu við Teymi, Hitaveitu Suðurnesja, Orkuveitu Reykjavíkur, Farice, Símann og Landsvirkjun er Ísland ákjósanlegur staður fyrir netþjónabú.
Portúgalskur starfsmaður Stálsmiðjunnar ehf. sem er undirverktaki fyrirtækisins VA-Tech lést í morgun af völdum áverka sem hann fékk við fjögurra metra fall niður á steingólf í Fljótsdalsstöð, stöðvarhúsi Kárahnjúkavirkjunar í Fljótsdal.
Í framhaldi af ákvörðun Flóahrepps um að ekki verði gert ráð fyrir fyrirhugaðri Urriðafossvirkjun í drögum að aðalskipulagi hreppsins hittust fulltrúar Flóahrepps og Landsvirkjunar á fundi í morgun.
Í tilefni formlegrar opnunar álvers Alcoa Fjarðaáls í Reyðarfirði síðastliðinn laugardag afhenti Landsvirkjun Alcoa listaverk að gjöf.
Á síðasta ári var innleidd umhverfisstjórnun samkvæmt staðlinum ISO 14001 fyrir starfsemi orkusviðs Landsvirkjunar. Nú er komin út skýrsla sem lýsir umhverfisþáttum sem tengjast raforkuframleiðslu Landsvirkjunar
Þeir vekja víða lukku bolirnir sem gestum Landsvirkjunar standa til boða. Ungur piltur frá Skotlandi skrifaði okkur meðfylgjandi bréf.
Í dag voru samningar undirritaðir við VST hf., VGK-Hönnun hf. og Rafteikningu hf. vegna ráðgjafaþjónustu og útboðshönnunar Hvammsvirkjunar, Holtavirkjunar og Urriðafossvirkjunar.
Í ár verða fimm aflstöðvar opnar almenningi. Upplýsingamiðstöðin í Végarði þar sem Kárahnjúkavirkjun er kynnt verður einnig opin í sumar.
Í flóðunum sem urðu á Suðurlandi í desember 2006 kom berlega í ljós að miðlunarlón geta dregið úr flóðum af völdum hlýinda og úrkomu.
Opnaður hefur verið nýr vefur sem geymir upplýsingar um undirbúning þeirra virkjana sem áformaðar eru í neðri hluta Þjórsár.
Í dag fór fram aðalfundur Landsvirkjunar. Tók Páll Magnússon, bæjarritari í Kópavogi sæti í stjórn sem stjórnarformaður.
Aðrennslisgöng Kárahnjúkavirkjunar eru 50 km löng með aðgöngum. Að undanförnu hefur verið fjallað um loftmengun á kaflanum undir Þrælahálsi, þar sem umfangsmikil frágangsvinna fer fram.
Landsvirkjun hefur þróað forrit sem fengið hefur nafnið GB. Forritið er ætlað öllum fyrirtækjum sem hafa áhuga á að skrá grænt bókhald og fylgjast þannig með tölulegum upplýsingum um umhverfisáhrif af starfsemi sinni.