Landsvirkjun og Norðurál hafa gert milli sín samkomulag um að aflétta trúnaði af rafmagnssamningum milli fyrirtækjanna tveggja. Það er von okkar að birtingin styðji við og auki opinbera og opna umræðu um orkumál á Íslandi.
Tveir nýir framkvæmdastjórar hafa verið ráðnir til starfa hjá Landsvirkjun, þær Ásbjörg Kristinsdóttir og Jóna Bjarnadóttir.
Forstjóri Landsvirkjunar ritaði í gær, 23. febrúar, undir viljayfirlýsingu fyrir hönd fyrirtækisins um að ganga til viðræðna um kaup ríkisins á hlut Landsvirkjunar í Landsneti hf. Breyting á eignarhaldi Landsnets hefur verið í bígerð um nokkurt skeið.
Afkoma litast af heimsfaraldrinum.
Landsvirkjun og Rio Tinto á Íslandi hafa samþykkt viðauka við raforkusamning fyrirtækjanna frá árinu 2010. Samkomulagið rennir styrkari stoðum undir samkeppnishæfni álversins í Straumsvík við áframhaldandi starfsemi þess.
Hafin er undirbúningur að orkuskiptum í Bolungarvíkurhöfn.
Á fjórtán starfsárum sjóðsins hefur hann veitt styrki að upphæð 788 milljónir króna.
Þegar fullyrðingar eru hraktar með rökum er ekki vænlegt til árangurs að halda þeim til streitu.
Við höfum opnað fyrir umsóknir um sumarstörf fyrir ungmenni og nema.
Búrfellslundur hefur verið endurhannaður og sjónræn truflun af vindmyllum þar minnkuð mjög mikið.
Ísland verður laust við bensín og olíur eftir 30 ár, gangi Orkustefna til ársins 2050 eftir.
Orkugeirinn er gríðarlega spennandi starfsvettvangur fyrir ungt fólk til að stefna á.
Áhugaverð tækifæri eru fólgin í því að nýta sérstöðu Íslands til framleiðslu á rafhlöðum eða rafhlöðupörtum s.s. til að þjónusta rafbílaframleiðendur um heim allan.
Það er nærtækt að hugsa um hönnun þegar kemur að mannvirkjagerð en hönnun er líka nýsköpun og aðferð til að ná fram breytingum í þágu lífsgæða, umhverfis og atvinnulífs.
Getum orðið óháð jarðefnaeldsneyti fyrst þjóða.
Breytingar á orkukerfi heimsins eru í lykilhlutverki í baráttunni við loftslagsvána og bylting þarf að verða á lífsstíl fólks, neyslu og hegðun.
Orkuverð til stóriðjunnar er samkeppnishæft við önnur lönd og samdrátt undanfarinna mánuða má rekja til heimsfaraldurs, en ekki raforkuverðs. Fjöllum rétt og af sanngirni um stærstu viðskiptasamninga, sem gerðir eru fyrir hönd landsmanna.
Opinn, rafrænn fundur miðvikudaginn 27. janúar kl. 9-10
Það kemur bæði Landsvirkjun og stóriðjunni vel ef verð á málmum helst svipað og nú er.
Landsvirkjun, Landsnet, Rarik og Neyðarlínan ganga frá samkomulagi um Tetra-fjarskiptaþjónustu
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum, Umhverfisstofnun, Landsvirkjun og Orkuveita Reykjavíkur hafa samið um samstarf sín á milli um vöktun á lífríki Þingvallavatns.
Rannsóknum við Akbraut lokið og athuganir á rústum í landi Þjótanda standa fyrir dyrum.
Landsvirkjun veitti í dag veglega styrki til 7 efnilegra námsmanna sem vinna að lokaverkefnum á meistara- og doktorsstigi.
Við leitum eftir samstarfi við félagasamtök, sveitarfélög og stofnanir sem ætla að vinna að verkefnum á sviði umhverfismála eða ferðamála í sumar.
Dagana 28. febrúar til 2. mars sátu deildarstjóri fjármáladeildar og yfirmaður áhættustýringar ráðstefnu JP Morgan bankans í Miami.
Forsætisráðherra hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna vatns- og landsréttinda sem LV nýtir í Búrfellsvirkjun. Þar með hefur verið höggvið á þann hnút, sem hnýttur var með úrskurði óbyggðanefndar á árunum 2002 og 2004.
Ár hvert auglýsir Landsvirkjun fjölbreytt störf í sumarvinnu fyrir unglinga og háskólanema.
Í gær voru fjárhagsleg tilboð í hönnun virkjana í neðri hluta Þjórsár (NTH-60) opnuð. Tilboðin voru tvískipt, annars vegar var um tæknilegt tilboð að ræða og hins vegar fjárhagslegt.
Ársreikningur LV var í dag, þann 12. mars 2007 samþykktur á fundi stjórnar.
Á myndum sem Landsvirkjun hefur útbúið má sjá stærð þeirra lóna sem myndast við fyrirhugaðar Hvamms-, Holta- og Urriðafossvirkjanir.
Í síðustu viku stóð Landsvirkjun fyrir opnum kynningarfundum um virkjunarkosti í Þingeyjarsýslu, var annar fundurinn á Hótel Húsavík en hinn í Skjólbrekku í Mývatnssveit.
Í júní 2006 var Landsvirkjun boðið að taka þátt í alheimshringborði um loftslagsbreytingar, „Global Roundtable on Climate Change“ (GROCC).
HydroKraft Invest er heiti á nýju alþjóðlegu fjárfestingafélagi í sameiginlegri eigu Landsbankans og Landsvirkjunar sem stofnað var í dag.
Opnir kynningarfundir Landsvirkjunar um virkjanakosti í Þingeyjarsýslu.
Hönnunarvinnunni er skipt í tvo áfanga. Í fyrri áfanga, sem hefst í lok mars 2007 og lýkur í mars 2008, felst hönnun allra virkjananna fyrir útboð, gerð útboðsgagna og aðstoð við verkkaupa á útboðstíma, auk nokkurra minni verkefna.
Á aðalfundi Samorku sem haldinn var síðastliðinn föstudag var samþykkt ályktun um loftslagsmál. Í kjölfar aðalfundarins hélt Þorkell Helgason orkumálastjóri erindi um orku- og loftslagsmál.
Samningurinn er framlenging á fyrri samningi sem gerður var í apríl 2001 en markmið hans er að efla grunnrannsóknir á þeim fagsviðum er tengjast rannsóknum og nýtingu á orkulindum landsins og áhrifum hennar á samfélag og umhverfi.
Orkusvið Landsvirkjun, sem sér um raforkuframleiðslu fyrirtækisins og annast rekstur og viðhald allra virkjana Landsvirkjunar hefur nú hlotið umhverfisvottunina ÍST EN ISO 14001.
Landsvirkjun og Steingrímur Eyfjörð hafa gert með sér samning sem felur í sér stuðning Landsvirkjunar við þátttöku Steingríms í Feneyjatvíæringnum í sumar sem fulltrúi Íslands.