Landsvirkjun og Norðurál hafa gert milli sín samkomulag um að aflétta trúnaði af rafmagnssamningum milli fyrirtækjanna tveggja. Það er von okkar að birtingin styðji við og auki opinbera og opna umræðu um orkumál á Íslandi.
Tveir nýir framkvæmdastjórar hafa verið ráðnir til starfa hjá Landsvirkjun, þær Ásbjörg Kristinsdóttir og Jóna Bjarnadóttir.
Forstjóri Landsvirkjunar ritaði í gær, 23. febrúar, undir viljayfirlýsingu fyrir hönd fyrirtækisins um að ganga til viðræðna um kaup ríkisins á hlut Landsvirkjunar í Landsneti hf. Breyting á eignarhaldi Landsnets hefur verið í bígerð um nokkurt skeið.
Afkoma litast af heimsfaraldrinum.
Landsvirkjun og Rio Tinto á Íslandi hafa samþykkt viðauka við raforkusamning fyrirtækjanna frá árinu 2010. Samkomulagið rennir styrkari stoðum undir samkeppnishæfni álversins í Straumsvík við áframhaldandi starfsemi þess.
Hafin er undirbúningur að orkuskiptum í Bolungarvíkurhöfn.
Á fjórtán starfsárum sjóðsins hefur hann veitt styrki að upphæð 788 milljónir króna.
Þegar fullyrðingar eru hraktar með rökum er ekki vænlegt til árangurs að halda þeim til streitu.
Við höfum opnað fyrir umsóknir um sumarstörf fyrir ungmenni og nema.
Búrfellslundur hefur verið endurhannaður og sjónræn truflun af vindmyllum þar minnkuð mjög mikið.
Ísland verður laust við bensín og olíur eftir 30 ár, gangi Orkustefna til ársins 2050 eftir.
Orkugeirinn er gríðarlega spennandi starfsvettvangur fyrir ungt fólk til að stefna á.
Áhugaverð tækifæri eru fólgin í því að nýta sérstöðu Íslands til framleiðslu á rafhlöðum eða rafhlöðupörtum s.s. til að þjónusta rafbílaframleiðendur um heim allan.
Það er nærtækt að hugsa um hönnun þegar kemur að mannvirkjagerð en hönnun er líka nýsköpun og aðferð til að ná fram breytingum í þágu lífsgæða, umhverfis og atvinnulífs.
Getum orðið óháð jarðefnaeldsneyti fyrst þjóða.
Breytingar á orkukerfi heimsins eru í lykilhlutverki í baráttunni við loftslagsvána og bylting þarf að verða á lífsstíl fólks, neyslu og hegðun.
Orkuverð til stóriðjunnar er samkeppnishæft við önnur lönd og samdrátt undanfarinna mánuða má rekja til heimsfaraldurs, en ekki raforkuverðs. Fjöllum rétt og af sanngirni um stærstu viðskiptasamninga, sem gerðir eru fyrir hönd landsmanna.
Opinn, rafrænn fundur miðvikudaginn 27. janúar kl. 9-10
Það kemur bæði Landsvirkjun og stóriðjunni vel ef verð á málmum helst svipað og nú er.
Í gær kveikti Rannveig Rist forstjóri ALCAN á Íslandi á lýsingu við mastur Landsvirkjunar við álverið í Straumsvík.
Viðurkenningin „Lóð á vogarskálina“ var veitt öðru sinni á ráðstefnu Hollvina hins gullna jafnvægis fyrir framlag sem stuðlar að samræmingu vinnu og einkalífs í orði og verki.
Þann 12. nóvember sl. undirritaði Landsvirkjun lánssamning að upphæð 50 milljónir evra, eða um 4,3 milljarðar króna, við Evrópska fjárfestingabankann (EIB) í Lúxemborg.
Í byrjun nóvember náðist stór áfangi í innleiðingu gæðastjórnunar hjá Landsvirkjun. Orkusvið í heild sinni fékk vottun samkvæmt staðli ISO 9001:2000.
Landsvirkjun rekur fimm aflstöðvar á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu og til þessa hafa verið þar tvær starfsstöðvar, önnur við Búrfell og hin í Hrauneyjum. Á undanförnum misserum hefur það verið til skoðunar hvort skynsamlegt geti verið að sameina þessar starfsstöðvar í eina og reka aflstöðvarnar fimm frá einni starfsstöð.
Ráðstefna og sýning í Smáralind í tilefni af aldarafmæli rafvæðingar á Íslandi 28. október til 1. nóvember.
Fyrirtækin Landsvirkjun og Alcoa hafa bæði hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar að leiðarljósi í starfi sínu. Þau hafa tekið höndum saman og búið til sérstakt verkefni um mat á sjálfbærri þróun til að fylgjast sem best með áhrifum framkvæmdanna.
Í gær var Þjóðminjasafnið opnað eftir viðamiklar endurbætur á safnahúsinu sem staðið hafa frá árinu 1997. Fyrir hönd Hollvina Þjóðminjasafnsins flutti Friðrik Sophusson ávarp við opnunina.
Nú í sumar tóku Landmælingamenn Landsvirkjunar þátt í GPS landmælingum á grunnstöðvaneti Íslands. Alls komu um 40 manns að verkinu sem unnið var að frumkvæði Landmælinga Íslands. Mælingarnar stóðu í 10 daga og lauk 14. ágúst síðastliðinn.
Á fyrstu sex mánuðum ársins 2004 var halli á rekstri Landsvirkjunar 645 milljónir króna, en á sama tímabili fyrra árs var hagnaður 1.480 milljónir. Handbært fé frá rekstri nam 2.694 milljónum króna samanborið við 3.151 milljón króna á árinu 2003.
Sérfræðingar Landsvirkjunar hafa í dag ásamt hönnuðum, verktökum og framkvæmdaeftirliti við Kárahnjúka farið yfir stöðuna sem komin er upp vegna vatnavaxta í Jöklu.
Í dag voru opnuð tilboð í framkvæmdir vegna jarðvinnu og gerð undirstaða Sultartangalínu 3. Útboðið var í þremur hlutum.
Í dag, miðvikudaginn 30. júní, verða Jarðböðin við Jarðbaðshóla í Mývatnssveit opnuð formlega við hátíðlega athöfn. Landsvirkjun er meðal stærstu hluthafa félagsins og veitir því aðgang að jarðhitavatni (skiljuvatni) í Bjarnarflagi til rekstursins.
Á sumrin opnar Landsvirkjun fjölmörg stöðvarhús sín fyrir gestum. Í stöðvunum má skoða afar fjölbreyttar sýningar og kynningar á framkvæmdum fyrirtækisins.
Að lokinni ítarlegri vinnu viðræðunefndar Landsvirkjunar og Skeiða- og Gnúpverjahrepps hefur náðst samkomulag um tilhögun Norðlingaölduveitu. Lónhæð verður 566 m y.s. að sumarlagi og 567,5 m y.s. að vetrarlagi.
Starfsmenn Landsvirkjunar láta ekki sitt eftir liggja í átakinu ,,Hjólað í vinnuna" sem stendur yfir þessa dagana. Um 110 starfsmenn eru skráðir til þátttöku í 11 liðum á starfsstöðvum fyrirtækisins um allt land.
Í dag voru námsstyrkir Landsvirkjunar afhentir í fyrsta sinn. Styrkirnir eru ætlaðir til styrktar nemendum í meistara- og doktorsnámi sem eru að vinna að lokaverkefnum sínum. Gert er ráð fyrir því að framvegis verði námsstyrkir Landsvirkjunar afhentir á hverju ári.
Landsvirkjun hefur sent frá sér greinargerð um tilhögun Norðlingaölduveitu. Þar kemur fram að 25 MW dælustöð mun dæla vatni um 7 km langa leið um skurði og jarðgöng. Vatn frá Norðlingaöldu mun sameinast Kvíslaveitu í Illugaveri og renna þaðan til Þórisvatnsmiðlunar.
Í dag voru opnuð tilboð í gerð Ufsarveitu sem felst í inntaksstíflu í Jökulsá í Fljótsdal og gerð hluta af aðrennslisgöngum frá inntakinu inn í aðrennslisgöng Kárahnjúkavirkjunar. Lægsta tilboðið átti Arnarfell.
Umhverfisráðherra hefur kveðið upp úrskurð vegna mats á umhverfisáhrifum vatnsaflsvirkjana í Neðri-Þjórsá. Fallist var á framkvæmdir virkjun við Núp og Urriðafossvirkjun með þeim skilyrðum sem koma fram í úrskurði Skipulagsstofnunar. Umhverfisráðherra bætir í úrskurði sínum nokkrum skilyrðum við.